Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Side 104
104
bróður minn Einar. Vertu alla æfi sæll og bless-
aður !
|>inn af hjarta elskandi vin:
Á. Helgason.
2.
Grörðum 2. maí 1831.
J>ar eð nú hefir heyrzt, að skip skuli sendast
hjeðan til Arendal í Noregi, gríp jeg það tækifæri
til að koma til þin þessum seðli. Mig hrærði svo
innilega þitt brjef með fyrsta skipi hingað, að jeg
get ekki látið bíða að svara þjer. Mjer varð strax
bylt við, þegar jeg sá þú skrifaðir á dönsku til mín,
en sá orsökina, þegar lengra las, og einkum þegar
eg las brjef þitt til Egilsens (það brjef hefi jeg sjál f*
ur lagt á bálið, svo þess meining kemur ekki upp að
eilífu). J>ú skalt varla trúa því, hvaða sensation
þessi styrjöld milli ykkar fjelaganna og þeirra ís-
lenzku stúdenta hefir vakið hjá öllum hjer syðra, og
þú mátt ætla upp á það, að hver einn, sem á eitt-
hvað skylt við þessa stúdenta í Kaupmannahöfn,
muni skrifa þeim í sumar þungar skriptir fyrir
heimskuna og vanþakklætið við ykkur Rafn, sem
eruð okkar hólma mestu velgjörarar, og satt að
segja er nú talað um að bæta ykkur upp á einhvern
máta það, sem þeir hafa við ykkur brotið, hvað sem
úr því verður. Mig vantar ekkert af ykkar stríðs-
ritum, nema anmœldelsen. Hana skal jeg fiskaupp,
ef hún er komin inn.
|>að eru sumir, sem ætla sjer að nota þetta atvik
til að fella bókmenntafjelagið, þeir sem hafa ímu-
gust á því—þú þekkir manninn á Hólmanum1—það
1) Mun eiga að vera Magnús Stephensen í Viðey. Útg.