Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 113
113
bugað mig, sem fyrir utan bölvaða fátæktina hafði
þann slæma galla, að jeg var innfœddur.
Kona min sendir þjer kveðju, og jeg er æ
þinn vinur
Johnson.
9.
Friðriksgáfu 2. marz 1830*.
Kæri vin!
Síðan jeg skrifaði þjer 12. f. m.—og að nokkru
ieyti áður—hefi jeg lesið þín ágætu rit: „Um hið
hebreska tímatal“ og „Um rjettritun í danskri tungu“.
Bæði ritin vóru mjer mjög kærkomin, hið fyrra af
því að það hefir til hlítar leyst úr eða ráðið sögu-
lega gátu, og hefir lengi einhver óljós tilfinning
sagt mjer, að þetta mundi vera hin rjetta ráðning
hennar, þó að jeg gæti ekki sannað það—hið síð-
ara af því að það leiðrjettir missýning mína. Jeg
hefi í langan tíma hugsað talsvert um danska rjett-
ritun, en bæði batt vaninn og tízkan mig, og svo
var allt, sem jeg hafði áður lesið um þetta efni,
sundurlaust, óskipulegt og ósamkvæmt, og meira að
segja ósamkvæmt sjálfu sjer. Jeg var orðinn úr-
kula vonar um, að þessu yrði kippt í lag, og fannst
mjer því rjettast að fylgja vananum og upprunan-
um. Jeg gat ekki ímyndað mjer eða vonazt eptir
að fá að sjá neitt jafndjúpsætt, skipulegt, vel hugs-
að og sjálfu sjer samkvæmt, eins og bók þín er.
1) Brjefið er á dönsku, sem jeg hefi þýtt. Utg.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags IX.
8