Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Side 120
120
miður fara. Opt minnist hann á safn sitt til orða-
bókar yfir skáldamálið íslenzka, og segir Rask, hvað
því líði, og sendir honum sýnishorn af því 4. ágúst
1832 (stafinn n). Sömuleiðis skýra brjefm frá störf-
um Sveinbjarnar að útgáfu Fornmannasagna og
hinni latínsku þýðingu þeirra, o. fl. Hann heldur
með Rask í ritdeilunni við Baldvin1.
Frá Magnúsi Stephensen konferensráði í Viðey
eru 6 brjef til Rasks i safni bókmentafjelagsins, hið
fyrsta dags. 4. marz 1824, en hið síðasta 18. ágúst
1829. Brjefin eru vinsamleg, og sjest á þeim, að
þeir hafa sent hvor öðrum bækur. Hefir Magnús
Stephensen sent Rask Klausturpóstinn og fleiri af
ritum sínum, en Rask honum aptur á móti ýmsar
bækur og rit eptir sjálfan sig. í brjefi dags. 4.
marz 1829 afsakar Magnús við Rask, að hann hafi
sagt sig úr bókmentafjelaginu, vegna þess að uppá-
1) þó að það lítið koaii þessu máli við, get jeg ekki stillt
mig um að setja hjer einn stuttan kafla úr brjefi Sveinbjarnar
til Rasks, dags. 4. ágúst 1832, því að hann lysir svo vel fyndni
Sveinbjarnar og orðheppni. þaö sumar var hjer á ferð dansk-
ur guðfræðingur, Muller að nafni. Skrifaði hann síðan um
land vort, þegar heim kom, og eru „Athugasemdir hans um ís-
lendinga, einkum í trúarefnum“, þýddar í Fjölni, 1. árg. bls.
32—47. Sveinbjörn getur þess, að Múller hafi komið að Bessa-
stöðum, og tali skiljanlega íslenzku en ekki lýtalaust. Síðan
segir hann : „Hann (0: Múller) brúkaði einu sinni orðið ,skáld‘
karlkennt. Jeg leiðrjetti hann. Honum þótti kynlegt, að skáld
skyldi vera hvorngskyns, og sagði, að þar af mætti sjá, að á
íslandi mundu fá skáld verið hafa. Jeg bað hann gæta sín,
og spurði, hvort hann hjeldi, að í Danmörku mundi verið hafa
fátt af „mennesker11 og „fruentimre“.“ J>að lítur annars svo út
sem þessi röksemd Sveinbjarnar hafi ekki sannfært Múller, þvi
að í „Athugasemdum“ sínum um íslendinga, þeim sem fyr var
getið, kemst hann þannig að orði: „f>að sem er sjaldgæfast á
íslandi, er fegurðartilfinning og skáldskaparlist11 (Fjölnir, 1.
árg., bls. 37).