Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 124
124
Stephensen, og vildu fella burt tileinkunina. Hann
heimtar, að bókin verði prentuð með tileinkuninni,
eða handritið að öðrum kosti sent sjer aptur.
Frá Einari Helgasyni snikkara, bróður Arna bisk-
ups 6 brjef (1817 til 1826).
Frá J>orláki Hallgrímssyni á Skriðu i Hörgárdal
er eitt brjef (1816).
Frá sjera Eggert Jónssyni að Ballará er eitt brjef
(1816).
Frá sjera J>orvaldi Böðvarssyni í Holti eitt brjef,
dags. 27. ág. 1816. Hann hafði látið Rask fá hand-
rit, og sendi Rask honum ýmsar bækur í staðinn.
|>essi brjef eru dýrmæt eign fyrir bókmentafje-
lagið, eigi einungis af því að þau eru fróðleg í
sjálfu sjer, heldur og af því að þau eru menjagrip-
ir, sem fjelagið geymir til endurminningar um stofn-
anda fjelagsins. þ>að er því eigi meira en skylt, þó
að fjelagið nú, á 100 ára afmæli Rasks, láti nokkur
af þessum brjefum koma fyrir almennings sjónir.
Efni fjelagsdeildar vorrar leyfa því miður ekki að
hafa þetta safn jafnfullkomið, og það annars hefði
mátt verða. Utgefandirm hefir orðið að sleppa mjög
mörgu merkilegu, og víðast látið sjer nægja að taka
hið helzta af því, sem snertir Rask sjálfan beinlínis eða
óbeinlínis. Hann hefir á stöku stað leiðrjett mál-
villur 1 hinum eldri brjefum Rasks. Ekki þótti á-
stæða til að prenta brjefin stafrjett, heldur eru þau
prentuð með þeirri rjettritun, sem nú tíðkast. J>ó
er rjettritunin óbreytt á brjefi Rasks til Geirs bisk-
ups Vídalíns o. fl., því að þar stendur sjerstaklega
á. Hingað og þangað, þar sem þess þótti þörf, hefir
útgefandinn bætt við skýringargreinum neðanmáls.
Á 30. blaðsíðu og þar á eptir í fyrirlestrinum er
optar en einu sinni vitnað í brjef Bjarna Thóraren-
sens til Baldvins Einarssonar, dags. 25. ágúst 1831