Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Síða 84
196
að við margt varað stríða. Hann var sjálfur blá-fátækur
maður og skuldugur, er hann tór frá Kaupmannahöfn.
Auk þess sem hann átti bágt með að fá nokkurn til að
lesa læknisfræði, var margt annað sem honum mis-
líkaði; hann kvartar meðal annars mikið undan því,
að menn borgi sjer illa meðölin og jafnvel svíki sig
alveg; eitt var og sem honum þótti einna lakast, og
það var húsnæðisleysið; þegar hann kom hingað
út, settist hann að á Bessastöðum; í brjefi til kon-
ungs 15. ágúst 1761 segir Bjarni, að húsin þar sjeu
svo ljeleg, að sjer sje ekki hægt að vera þar og
ekki geti hann heldur flutt sig að Nesi, því þar
sjeu að eins torfkofar; sjer sje því ómögulegt að
geyma meðöl sín óskemmd nje bækur eða önnur
áhöld. Hann sækir þá um til konungs að mega
láta byggja lítið íveruhús á Nesi, sem geti svo
staðið þar, þegar Nesstofa sje fullgjör og þá væri
gott að nota húsið sem lítinn spítala til þess að hýsa
sjúklinga og aðra, sem kæmu langt að til lækninga;
í brjefinu segir svo: „allra náðugasti konungur, það
er kröptum mínum og efnum ofvaxið að standast
kostnaðinn; hjálpa mjer því allra náðugasti konung-
ur og veit mjer dálítið af við til að koma húsinu
upp og til þess að hressa upp gömlu húsin á Nesi,
en til þessa mætti vel nota viðinn úr gamla amt-
mannshúsinu hjer á Bessastöðum11. Árið eptir var
Bjarna veitt þetta.
þegar Bjarni er búinn að vera hjer hálft ann-
að ár, er hann sárleiður á því að vera hingað kom-
inn, og ritar hann þá vini sínum etatsráði Hjelm-
stjerne og biður hann innilega að útvega sjer lækn-
isembætti i Danmörku. Hjelmstjerne mislíkaði þetta
og segir í brjefi til Bjarna dags. 10. maí 1762:
„jpjer verðið að gæta þess, að landlæknisembættið
á íslandi er stofnað einmitt af því, að þjer eruð ís-