Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Side 96
208
sitt og erindisbrjef; fór svo til Viðeyjar, valdi Nes
við Seltjörn sjer til aðseturs, en settist fyrst að á
Bessastöðum1. Hann andaðist að Nesi aðfaranótt h.
8. september 1779 af flogaveiki2.
Kona hans var Rannveig Skúladóttir Magniis-
sonar landfógeta.
Æfisaga Bjarna er rituð af Sveini lækni Páls-
syni og prentuð á Leirárgörðum 1800. Brjefabók
Bjarna er enn til í skjalasafni landlæknis, en f hana
vantar því miður víða og nær hún eigi lengra en
til 17 713.
1) Sumarið 1761 var byrjað á að byggja Nesstofu og var
hún eigi fullgjör í september 1763, er Bjarni flutti í hana. f>eg-
ar stjórnin áætlaði 800 rdl. til byggingarinnar var ætlazt til að
húsið skyldi byggjast sem nstokværk“ eptir norsku lagi, en
byggingarmeistaranum að nafni Fortling og Bjarna kom sam-
an um, að byggja húsið úr steini, sem tekinn væri úr Val-
húainu og fjellst stjórnin á það, en mun hafa sjeð eptir því,
þar eð kostnaðurinu varð meir en þrefallt meiri en uppruna-
lega vartil ætlazt; við árslok 1765 var kostnaðurinn orðinn 3418
rdl. 60 skildinga auk flutnings á efnivið.
2) Hann var jarðaður rjett fyrir innan kyrkjudyrnar á Nes-
kirkju (hún aftekin 1797). Sv. Pálsson segir: „Hann liggur þa
sem hann sjálfur valdi sjer stað, þar sem hann sjálfur til veg-
ar kom hinni liknarfyllztu stiptun meðal manna, þar sem allir
vissu að hitta hann til hjálpar nær þvi um 20 ár, en vegfar-
andinn, sem nú ber þar að, heyrir hann ekki nefndan, sjer
ekkert blómstur plantað á legstað hans í full 20 ár, veit ekki
að hann var til“. Nú er mest allurgamli kirkjugarðurinn kál-
garður.
J>egar hann var jarðsittur, var líkið borið þegjandi út að
gröfinni; Skúli tengdafaðir haus vildi hvorki að lesið nje sungið
væri yfir moldum Bjarna, og hafði Bjarni þó í lifanda lífi ósk-
að þess, að prjedikað væri yfir sjer og tilnefnt til þess vin sinn
sjera Árna þórarinsson. Bjarni missti fljótt heilsunaog eptir I7681
er hann eitt sinn kom úr ferð sunnan af Álptanesi og hafði
hreppt illt veður, versnaði honum mjög. Hann var á síðari
árum einnig nokkuð drykkfeldur.
3) Árið 1762 fór Bjarn út í Vestmannaeyjar; var hann