Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 64
64
xíki. En er hjer var komið, var Svisslendingum þegar
fyrir nokkru farið að hnigna. Því að þegar þeir höfðu
yfirstigið útlenda fjandmenn sina, kviknaði brátt
mikill rígur og sundurlyndi milli sjálfra þeirra og loks
hleypti siðbót Zwinglis og Kalvins öllu í bál og brand.
Var ekki annað sýnna en að bandalagið mundi leysast í
sundur. Ofan á trúarágreininginn bættust miklar skærur
milli stórmenna í borgunum og aíþýðu. Málaganga
Svisslendinga hjá erlendum þjóðhöfðingjum, er kepptust
eptir að fá svissneska hermenn til þess að ganga í þjón-
ustu sina vegna hreystiorðs þess, sem þeir höfðu getið
sjer í frelsistriðunum, var og þjóðinni til stórtjóns og
niðurdreps. Raunar bætti málaþjónustan efnahag all-
margra landsmanna, en á hinn bóginn beið siðgæði, fram-
takssemi og atvinnubrögð mikinn hnekki af hennar völd-
um. Ulrich Zwingli, hinn nafnkunni siðbótarmaður, sá
raunar glöggt, að hverju hún leiddi, og reyndi að reisa
rönd við henni, en vann ekkert á, og um nærfelt 300 ár
eða fram að 1792 átti ósvinna þessi sjer stað. Frá því
um miðja 16. öld og fram til miðrar 18. aldar fór lýð-
veldinu síhnignandi að stjórninni til. Aptur á móti
stóðu vísindi, bókmenntir og skáldskapur með miklum
blóma á Svisslandi á 18. öldinni. Eru sumir rithöf-
undar og vísindamenn, er þá voru uppi, frægir um víða
veröld; svo sem stærðfræðingarnir Bernouilli og Euler,
Albrecht von Haller líffræðingur og líkskurðarfræðingur;
Heinrich Pestalozzi, mannvinur og uppeldisfræðingur, J. J.
Rousseau heimspekingur, uppeldisfræðingur og mannfrels-
ispostuli, og margir aðrir. Verzlun og margs konar iðnað-
ur tóku að vísu allgóðum framförum á þessu tímabili og
hefðu gert það enn betur, ef flokkadrættir, trúarof-
stæki, galdrabrennur, kúgun og yfirgangur einstakra ríkja
og borga við þegnlöndin hefðu ekki dregið töluvert úr fram-
sókn allrar þjóðarinnar. Árið 1762 stofnuðu ýmsir helztu