Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 132
hann og slengdi honum niður. Síðan öskraði Kotick til
selanna: »Eg hefi unnið í ykkar þarfir af öllum kröft-
um þessi fimm ár. Eg hefi fundið ykkur eyju, þar sem
verður óhætt að vera; en ekki viljið þið trúa, nema haus-
arnir séu slitnir af ykkar flónshálsum. Nú ætla eg að
kenna ykkur. Forðið ykkur nú, ef þið getið«.
Limmershin sagði mér, að aldrei á æfi sinni — og
Limmershin sér tíu þúsund stóra seli berjast á hverju
ári — aldrei alla sína rindilsæfi hefði hann séð neitt, er
kæmist í nokkurn samjöfnuð við áhlaup Koticks á látrin.
Hann varpaði sér að stærsta fönguði, sem hann gat fund-
ið, tók fvrir kverkar honum, svo að honum hé'.t við köfn-
un, hrakti hann og barði, þangað til hann bað um grið,
slengdi honum frá sér og réðst á annan. Kotick hafði
nefnilega aldrei fastað 4 mánuði, eins og stóru selirnir
gerðu ár hvert; djúphafssundferðirnar höfðu aukið honum
þrek, og það, sem bezt var af öllu, hann hafði aldrei barist
áður. Hroknu, hvítu faxhárin hans ýfðust af reiði, eldur
brann úr augum Lans, það skein í stóru hundstennurnar
og hann var næsta mikilfenglegur að sjá.
Fönguður gamli faðir hans sá, þegar hann reif sig
áfram, og dró til og frá gömlu, gráu selina sem lúður
einar væri, en velti um yngisselunum í allar áttir; og
Fönguður rak upp hátt öskur og æpti: »Hann er ef tij
vill flón; en enginn á fjörunum berst eins vel og hann.
Ráð þú ekki á föður þinn, sonur minn! hann er með
þér!«
Kotick öskraði aftur og Fönguður gamli óð fram á
vígvöllinn og risu á honum kamparnir, en hann blés
eins og eimketill. Matka og selurinn, sem ætlaðiaðeiga
Kotick, hnipruðu sig saman og dáðust að mönnum sin-
um. Orustan var hin harðasta, því að þeir tveir börðust,
meðan m.kkur selur þorði að hefja upp höfuð sitt, og