Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 161
lél
Þar var hann að eins þrjú ár, en þá sótti hann um
Vaðseyjar-prestakall norður á Finnmörk, og fekk það í
•okt. 1838. Varð hann nú prestur þar, og kvæntist sama
árið. í Vaðseyjar-prestakalli eru bæði Norðmenn, Lapp-
ar og Finnar, og því sótti Fritzner um þetta prestakall,
að hann vildi nema lappnesku og finsku. Hann fluttist
norður þangað vorið 1839, og lagði þegar kappsamlega
stund á embætti sitt. Hóf hann þegar að prédika hjá
Löppum og Finnum. Fyrst varð hann að prédika á
norsku og hafa túlk, en eigi ieið á löngu, áður en hann
varð svo fær i lappnesku og finsku, að hann gat farið að
prédika á þeim tungum. Hér safnaði hann og bókum,
og átti síðar nær fullkomið safn af ritum á finska og
Jappneska tungu, en það voru einkum þau rit, er sænsk-
ir trúboðar höfðu látið prenta. Ritgerð sú, er fyrst kom
á prent eftir Fritzner, var um lappneska tungu. Það var
ritdómur á iappneskri málfræði. Ritdómurinn var skráð-
ur í Vaðsey 1845 °S prentaður árið eftir í tímaritinu
»Nór«. Kemur Fritzner þar fram sem fullkomlega sjálf-
:stæður í rannsókn og skoðunum.
Prestsembætti sitt rak Fritzner með dugnaði. Arið
1841 varð hann prófastur. Árið 1845 fór hann af Finn-
mörk til Suður-Noregs og varð fastur aðstoðarprestur í
JJer. 1848 varð hann prestur í Vanse■ Hann var bú-
maður, og sat prestsetrin vel; einkum lagði hann stund
á garðyrkju, svo að orð fór af. En alt af hélt hann á-
fram að leggja stund á málvísindin, þótt annríkt væri,
nær sem tómstundir urðu til. Hann ferðaðist til Kristj-
aniu, nær sem hann gat komið því við, til að hitta vís-
indamenn þar, fornkunningja sina, og kynnast yngri
fræðimönnum, og var nú farið að veita honum meiri
eftirtekt aí lærðum mönnum. Skráði hann nú ritdóma:
•um Noregslög hin fornu (Norges gamle Love I.), er þeir
11