Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Qupperneq 10
10
LANDSBÓKASAFNIÐ 1950 — 195 1
legum ritum, en flest hin óskrásettu skinnblöð eru þess efnis. Tildrög þess, að hafizt
var handa um skrásetningu þessa í veikindaforföllum Guðbrands síðastliðið vor voru
þau, að Magnús Már Lárusson, settur prófessor í guðfræðideild Háskólans, hafði tekið
sér fyrir hendur að kanna ýms forn kirkjuleg plögg hér í söfnunum og sýnt í því starfi
lofsverðan áhuga og glöggskyggni. Talaðist því svo til, að hann fengi til athugunar öll
skinnblöð, sem til væru í Landsbókasafninu, skrásett og óskrásett, og gerði jafnframt
drög til lýsingar þeirra blaða, sem ekki hafði áður verið gerð fullnægjandi grein fyrir.
Við athugun þessa kom í ljós, að blöðin frá Steinsstöðum hafa af einhverjum mistök-
um ekki verið könnuð, þegar þau komu í safnið fyrir 40 árum. Þar sem blaðið úr
Heiðarvígasögu er mjög máð og slitið öðrumegin, þótti rétt að fá það í hendur þeim
íslendingi, sem mesta reynslu hefir í lestri fornra og máðra skinnblaða, en það er Jón
prófessor Helgason. Árangurinn af rannsókn hans birtist á öðrum stað í Árbókinni
(bls. 127). Skrá um skinnblöðin öll verður væntanlega birt í næstu Árbók.
Filmusafnið hefir aukizt nokkuð og einnig bætzt við Ijósmyndir
(fotostat) af handritum og fágætum bókum prentuðum. Mynda-
vélar safnsins eru nú í fullu lagi til mynda- og filmutöku, en vegna gífurlegra tolla og
skatta á öllu efni, sem til myndatökunnar heyrir, er ekki unnt að nota þær svo sem
skyldi þar sem fjárveiting til þessarar starfsemi er ekki fyrir hendi. Líku máli gegnir
um filmur eða myndir af íslenzkum handritum í erlendum söfnum. Eins og áður hefir
verið getið í Árbókinni, hafa nokkrir Islendingar í Englandi gefið safninu filmur af
miklum hluta þeirra íslenzkra handrita, sem geymd eru í brezkum söfnum, og sýnt í
því mikla rækt við bókmenntaminjar lands síns. Er þess nú vænzt, að ríkisstjórnin láti
ekki sitt eftir liggja, og mun verða leitað fjárveitingar á næsta ári til þess að afla
mynda af íslenzkum handritum í sænskum söfnum, en þar er, sem kunnugt er, allmargt
merkra handrita frá Islandi.
Filmur og myndir
Lestrarsalur
Lestrarsalurinn var opinn á sama tíma og undanfarin ár og notk-
un svipuð. Hér fer á eftir yfirlit um aðsókn og bókalán sam-
kvæmt skýrslum salsvarða:
Lestrarsalur 1950
Mánuður Starfsdagar Tala gesta Lána'öar bækur Lánuð handrit
Janúar 26 1685 1578 504
Febrúar .... 25 1747 1598 419
Marz 28 1926 1642 527
Apríl 19 1451 1401 560
Maí 24 1898 1595 523
J úní 23 916 1346 385
Júlí 26 808 1327 511
Ágúst 22 928 1315 514
September . . 26 1149 1678 510
Október . ... 26 1786 1578 473
Nóvember . . 26 1744 1537 516
Desember . . 23 1263 1331 391
Samtals 294 17301 17926 5833