Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 132
132
JÓN IiELGASON
ust um veturinn. Með þessu er þá til hlítar skoriÖ úr því máli aS allt sem síðari alda
menn hafa viljað rekja til Heiðarvíga sögu um herferð Borgfirðinga norður og umsát
um Borgarvirki er ekki annað en bábilja ein (sbr. urn það mál útg. Kálunds bls. X-XIII,
ísl. fornr. III bls. cm-cv). Lið það sem allharösnúið var og vel vopnaö hlýtur að vera
sveit Barða, líklega heima í héraði fremur en í alþingisreið.
Þær átta línur sem nú hefur verið skýrt frá eftir föngum eru skrifaðar með B-hend-
inni, eins og 9. blaö skinnbókarinnar. Þetta er augljóst af gerð o/c-merkisins fremst í
7. 1. og af s-inu í hans fremst í 8. 1. En með kapítulaskiptunum í 9. 1. hefur C-höndin
tekið við, og eru auðkenni hennar nú greinileg á þeim stöfum sem skilmerkilegir eru
Bl. lUv, l. 7—11, úr Stokkhólmsbók Heiðarvíga sögu.
Rithöndin er hin sama sem á skinnblaðinu framanverðu, að undanteknum 8 efstu línum, og aftanverðu,
sjá t.d. í annarri línu ðar í heiðar, í neðstn línu s með krók aftur úr, borið saman við skinnblaðið í 11.1.
s í ils, í 13.1. ðar.
Bl. 9v, 1.1—8, úr Stokkhólmsbók Heiðarvíga sögu.
Rithöndin er hin sama sem á efstu 8 línum skinnblaðsins framanverðs, sjá t. d. í 7. I. ofc-merkið og s í
Guðs, í 8.1. orðið uið, borið saman við skinnblaðið í 7.1. ok, í 8.1. s í hans, í 4.1. uið.