Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 137
EINAR BJARNASON :
Lýsing og skýring á efni handritsins
Lbs. 2574-2575 8vo
Dr. Hannes Þorsteinsson hefur átt handrit þetta næst á undan Landsbókasafninu og
hefur skrifað á titilblað, sem bundið er framan við fyrra bindið: „Ættartölur Guð-
mundar Gíslasonar í Melgerði og Holti í Eyjafirði ritaðar um 1786 með hans eigin
hendi.“
LBS. 2574 8vo
Fyrra bindið hefst á registri yfir ættabókina, allt að „Möðruvellingaætt Lopts ríka
riddara“, en síðara bindið hefst á þeirri ættarskrá. Aftan við registrið er stutt ættar-
tala Sigríðar Arnadóttur móður Halldóru konu Þórðar bónda í Litladal í Eyjafirði
Þorkelssonar. Ættartalan er rétt, en Guðmundur hefur þó misritað nafn móðurföður
Sigríðar og nefnir hann Hrollaug son síra Halls í Höfða Ólafssonar, í staðinn fyrir
Hjörleif. Hann hefur síðar leiðrétt nafnið á öðrum staðnum, sem hann skrifaði Hrol-
laugur, en ekki á hinum.
Aftan við þessa stuttu ættartölu Sigríðar eru nokkrar línur, sem skýra frá því, að
Jórunn kona Jóns Brandssonar á Kroppi í Eyjafirði hafi verið systir Illuga í Nesi í
Höfðahverfi, en börn Illuga hafi verið síra Skúli á Ósi, faðir síra Tómasar, og Margrét
kona Péturs föður Jóns í Viðvík. Þessi frásögn Guðmundar er merkileg vegna þess, að
vafi hefur leikið á því hvort Jórunn væri réttilega talin systir Illuga, og t. d. er Espho-
lin ekki viss um þetta (Sbr. ættatölur Espholins p. 4969). Hinsvegar skyldi ætla, að
Guðmundur færi rétt með þetta, en það kemur síðar fram í handritinu, að hann var
vel kunnugur ætt Jóns Brandssonar.
Héðan frá eru blöðin tölusett í handritinu, og er á þeim fyrst rakin ætt Sigríðar Sig-
urðardóttur, sem fyrr átti Oddur klausturhaldari og landþingsskrifari Magnússon, en
síðar síra Stefán á Höskuldsstöðum Ólafsson. Ættin er rakin að Sigríði látinni, á þeim
árum, sem Sigurður sonur hennar var prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, 1773—
1781. Þegar ættartalan er skrifuð er Ingigerður Sveinsdóttir lögmanns Sölfasonar dáin,
en hún dó 14. október 1775.
Svo er að sjá sem Guðmundur hafi verið orðinn vel fróðui í ættum þegar hann
skrifaði þessa ættartölu, og ekki verður vart, að honum skeiki í því, sem hann rekur
i