Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Qupperneq 138
138
EINAR BJARNASON
þar. Ættartalan nær yfir blöðin 1—4 incl., og er flest það fólk, sem hún nefnir, vel
kunnugt, efnafólk og áberandi á sínum tíma.
A 5. og 6. blaði er rakiS afkvæmi systkina Þorgeirs Gottskálkssonar langafa höf-
undar. 5. hlaSiS hefst á þessu: „GuSný Gottskálksdóttir systir Þorgeirs“. Lítur þetta
því út sem framhald af niSjatali frá Þorgeiri eSa frásögn af honum. Höfundi er kunn-
ugt um nafn manns Guðnýjar langafasystur sinnar, en ekki veit hann hvers son hann
var eða hvar hann bjó. Hann hét Gunnar Jónsson og bjó 1703 á KolgrímastöSum í
EyjafirSi. Höf. segir, að GuSrún Gunnarsdóttir og GuSnýjar hafi verið þrígift. ÞaS er
rétt. Víst er, aS hún átti fyrst Þorvald, og nafn hans þekkir höfundur, en ekki virðist
hann hafa vitað, þegar hann skrifaSi þetta, að sá Þorvaldur var sonur Gunnlaugs
bónda í Gullbrekku í EyjafirSi Egilssonar frá GeitaskarSi. ManntaliS 1703 staðfestir,
að GuSrún hafi verið a. m. k. tvígift, og þá er hún gift Jóni bónda í Gullbrekku Skúla-
syni. Sonur GuSrúnar og Þorvalds var nafnkunnur maður nyrðra, Gottskálk lögréttu-
maður, sem bjó í MöSrufelli í Eyjafirði og síðar á HreiSarsstöSum í SvarfaSardal, en
síðast var hann í Miklabæ í BlönduhlíS hjá síra Þorvaldi syni sínum. Þessi ættleggur
hefur því verið höfundi minnisstæður, enda mun hann vera frumheimildarmaður að
niSjatali frá Gottskálki á Helgastöðum í Eyjafirði langlangafa sínum. Höf. þekkir nafn
manns GuSrúnar Þorvaldsdóttur, systur Gottskálks lögréttumanns. Hann hét Björn
Pálsson, og er ekki að efa, að það sé rétt; svo náin kynni hlaut höf. að hafa af þessu
fólki, enda átti Sigurlaug dóttir Björns og Guðrúnar Jón á Melum í SvarfaSardal, sem
var sonur Jóns Finnssonar hálfbróður Gísla föður höfundar. Einkennilegt er þaS, að síra
Þorsteinn Ketilsson nefnir börn Björns og GuSrúnar „Bjarna“-börn, en það hlýtur að
vera rangt, hvernig sem á því stendur. Björn Pálsson er ekki búandi í EyjafirSi þegar
jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er samin, en hann er án efa sá, sem undir-
ritar einn þátt hennar á Munkaþverá 30. september 1712. Ekki verður Björns Pálssonar
vart í EyjafirSi eða í grennd viS hann í manntalinu 1703, enda mun það vera svo, að
Björn þessi sé sá, sem 1703 er hjá foreldrum sínum á BjarnastöSum í Selvogi, Páli lög-
réttumanni Björnssyni og GuSrúnu Jónsdóltur, en Páll átti skyldfólk margt og tengda-
fólk í EyjafirSi, og er því auðskiliS, að sonur hans leitaði norður. Sunnlenzkar ættatölur
virðast ekki vita hvað varð af Birni þessum, en hér mun hann vera kominn í leitirnar.
6. blaðið segir frá Olafi Gottskálkssyni hróður Þorgeirs, og ber það saman við
manntalið 1703, sem þar er sagt, og enn segir það frá GuSrúnu Gottskálksdóttur, sem
fyrr átti SigurS, en síðar Kolbein. Fyrst hefur höfundur sett nafn fyrra manns GuS-
rúnar Ólafur, en síðan hefur hann breytt því í SigurS, sem vafalaust er hiS rétta.
Á 7. og 8. blaði rekur höf. ætt móður sinnar, í karllegg til langlangafa síns, Páls
bónda í Böðvarsnesi í Fnjóskadal, en lengra mun hann ekki hafa kunnað að rekja.
Kunnari hefur honum veriS ættleggur móSurmóður sinnar, Ólafar Þorgeirsdóttur
Gottskálkssonar. Karllegg hennar rekur hann til síra Sigfúsar á StaS í Kinn GuSmunds-
sonar, sem hann aS vísu nefnir Vigfús, en slíkt er afsakanlegt er Sigfúsar og Vigfúsar
voru á þeim árurn almennt nefndir „Fúsar“, bæði í ræðu og riti, og var nöfnunum því
oft blandaS saman. Eins og áður er sagt hefur höf. sennilega ekki haft fyrir sér