Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 141
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574 — 2575 8vo
141
Arasonar og til Brands lögmanns Jónssonar. Á 30. blaði segir frá niðjum Torfa sýslu-
manns í Klofa, Björns í Ogri Guðnasonar og Björns ríka Þorleifssonar, og nær þetta
fram á 33. blað, allt tekið eftir skráðum heimildum.
Á 33. blaði rekur höf. saman ætt sína og barna Guðmundar Ketilssonar, og er þetta
vafalaust frumskráð. Þar skeikar honum reyndar, og er það e. t. v. nokkur vorkunn.
Hann rekur svo:
Jón í Hlíðarhaga Hallgrímsson, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur
_____________________________________A_____________________________________
t V
Ingveldur
kona Magnúsar í Kristnesi Eyjólfssonar
________________A_______________
t--------------------------------N
Hugrún
kona Guðmundar Ketilssonar
Hallgrímur í Árgerði
t A Björn
A
( Gísli á Þormóðsstöðum
r A
Guðmundur í Melgerði
Ingveldur kona Magnúsar í Kristnesi Eyjólfssonar var hinsvegar Eyleifsdóttir og
Herdísar Jónsdóttur, sem 1703 er gift Nikulási bónda á Hömrum í Hrafnagilshreppi
Snjólfssyni, en Herdís var dóttir Jóns í Hlíðarhaga Hallgrímssonar. Eyleifur faðir
Ingveldar hefur sjálfsagt ekki orðið gamall og fljótt fallið í gleymsku, enda er af nafni
hans að ráða líklegt, að hann hafi verið aðkomumaður í Eyjafirði, með því að nafnið
er svo sjaldgæft, þekkist varla norðanlands annars og óvíða annarsstaðar en í ofan-
verðum Borgarfirði.
Á 34. blaði eru smáklausur, sem ætla má að séu frumsamdar. Það er því líkast sem
hér sé um minnisgreinar að ræða, sem séu ófullkomnar frá höfundarins hendi.
Á 35. blaði segir efst: „Þetta heirir til ætt Alfeyðar sal.“ Hér er án efa átt við Álf-
heiði Einarsdóttur konu síra Tómasar í Saurbæ í Eyjafirði Skúlasonar. Hún dó 9.
marz 1785 (Guðfræðingatal dr. H. Þ., bls. 276), og sýnir það hvenær þessi kafli hand-
ritsins er skrifaður. Er hér rakin ætt frá Elínu systur Ogmundar biskups Pálssonar,
m. a. niður til Þórunnar móður Álfheiðar Einarsdóttur. Þetta er ekki frumskráð hér.
Á 36. blaði segir frá föðurætt Sigurðar lögmanns Björnssonar og síðar frá systkin-
um hans og niðjum þeirra. Á 37. og 38. blaði segir frá afkvæmi Margrétar Erasmus-
dóttur og manns hennar Árna Eyjólfssonar. Á 38. blaði er byrjað að segja frá niðjum
móðursystkina Odds biskups Einarssonar og haft eftir eldri skráðum heimildum. Þegar
kemur að Guðmundi bónda á Grýtu Jónssyni, sem tekinn var af lífi, segir höfundur,
og er það sennilega frá hans eigin brjósti, að synir hans hafi verið Jón og Brandur
faðir þeirra Brandssona Jóns á Kroppi, Guðmundar, Ólafs og Péturs. Þetta er ekki
rétt, en síðar greinir höf. frá hinu rétta, því, að Guðrún dóttir Guðmundar á Grýtu átti
Brand nokkurn og með honum þessa Brandssyni, en síðar átti hún Stefán Gottskálks-
son langafabróður höfundar.