Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 150
150
EINAR BJARNASON
á Einarsstöðum í Reykjadal Ormssonar lögréttumanns á Draflastööum Jónssonar kolls
frá Holti í Saurbæ Oddssonar, og voru foreldrar Orms af auðugum og merkum ættum
af Vesturlandi. Jón Jónsson átti Draflastaði og bjó þar, en fyrr bjó hann á Stóru-Borg
í Vesturhópi og var skrifari Jóns Jónssonar lögmanns um skeið. Þegar höf. leiðrétti
föðurnafn Gríms í Lundi ofarlega á annarri síðu 89. blaðs, hefur honum láðst að leið-
rétta það neðar á síðunni og stendur þar „Bjarnarson“ enn. Héðan mun sprottinn vafi
nokkurra fyrri ættfræðinga um föðurnafn Gríms, og ætti hann nú að verða kveðinn
niður. Hér nefnir höf. enn eitt barn Gríms í Lundi, Jón Grímsson, sem var faðir Þor-
láks, sem 1703 býr á Öngulstöðum á Staðarbyggð.
A 90. blaði rekur höf. móðurætt Sölfa klausturhaldara Tómassonar, og koma þar
saman ættir þeirra. Eyjólfur Flóventsson er hér talinn langafi Sölfa, bróðir Jóns handa-
lausa forföður Guðmundar í Melgerði. Manntalið 1703 staðfestir nafnið á móður Sölfa
og móðurmóður hans, og aldur Eyjólfs kemur vel heim við það, að hann sé bróðir
Jóns handalausa. Er þetta örstutt, en síðan tekur við á fyrri síðu sama blaðs frásögn
um konu Péturs í Holti í Eyjafirði Grímssonar. Hún hét Guðrún Sigmundsdóttir og er
38 ára 1703. Höf. segir hana hafa verið systur Guðrúnar konu Sigurðar á Arnarstöð-
um í Eyjafirði Jónssonar, en aldursmunur hefur þá verið mikill á þeim, og ekki hafa
þær verið sammæðra. Sigmundur faðir þeirra er talinn hafa búið á Rifkelsstöðum í
Eyjafirði og hafa átt Halldóru eldri dóttur síra Jóns á Rúgsstöðum Guðmundssonar.
Tímans vegna getur Halldóra ekki hafa verið móðir Guðrúnar á Arnarstöðum. Ég
að Guðrúnarnar hafi ekki verið systur. Líklegast er að Sigmundur á Rifkelsstöð-
um hafi verið sonar- eða dóttursonur Sigmundar á Garðsá og Guðrún á Arnarstöðum
dóttir Sigmundar á Garðsá.
Á aftari síðu 90. blaðs hefst föður- og móðurætt barna Jóns á Draflastöðum í Sölva-
dal Guðmundssonar á Leifsstöðum í Kaupangssveit Þórðarsonar á Illugastöðum Magn-
ússonar. Ætt Þórðar Magnússonar og fyrri konu hans er rakin á sama hátt sem framar
í handritinu og Bergljót rangfeðruð hér sem þar. Höf. virðist þó hafa tröllatrú á þess-
ari ættfærslu sinni og telur þær hafa verið systur Björgu móður Sigríðar Þorkelsdóttur
konu síra Guðmundar á Grund Jónssonar og Bergljótu. Síðan rekur hann niðja síra
Guðmundar og Sigríðar, og ætla verður, að vitneskju sína um ætt Bergljótar og Bjarg-
ar hafi höf. haft frá niðjum þeirra. Aftast á 92. blaði segir höf., að Árni Björnsson
bóndi á Sallastöðum (Sörlastöðum) í Fnjóskadal hafi verið hálfbróðir Sigríðar Þor-
kelsdóttur, sonur Bjargar og síðari manns hennar Björns. Þetta mun ekki vera rétt.
Björn faðir Árna var samkvæmt öðrum heimildum sonur Bjargar, sem mun hafa verið
eingift, og mun vera sá, sem 1703 býr 29 ára á Eyri í Fjörðum, en þar er þá móðir
hans bústýra 48 ára.
Á 93. blaði er rakin ætt Sigfúsar bónda á Skinnþúfu í Hólmi Magnússonar prests á
Bergsstöðum Sigurðssonar. Þrjár dætur Sigfúsar giftust í Eyjafjörð, og varð ein þeirra
stjúpmóðir Guðmundar í Melgerði. -Er þetta rétt rakið, jafnvel aftur á 16. öld, en
nokkrar skekkjur eru þegar framar dregur, og er höf. vorkunn um aðra, þá, að Hall-
grímur afi Guðbrandar biskups hafi verið Sveinbjarnarson, með því að sú skekkja mun