Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 156
156
EINAR BJARNASON
tekur við móðurætt Steinvarar konu Magnúsar á Grísará Tómassonar, bróður Sölfa
klausturhaldara. Á því blaði eru talin upp systkini Steinvarar, en ekki er þar vikið að
móðurættinni. Hún kemur hinsvegar í ljós á næsta blaði, en þar hefst ættartalan á
Helgu Magnúsdóttur Tómassonar og Steinvarar, en Helga sú var kona Halls vefara
bróður höfundar. Er ekkert við ættfærslu höf. að athuga fyrr en hann segir, að Jón
í Kaupangi Halldórsson hafi verið bróðir Bjarna Halldórssonar föður Halls Bjarna-
sonar í Möðrufelli. Hallur í Möðrufelli er væntanlega Hallur lögréttumaður, sem þar
bjó, en sá Hallur var sonur Bjarna lögréttumanns í Skriðu Pálssonar, og er því senni-
lega um skekkju að ræða hjá höf. Það sem afgangs er síðunni er strikað út.
Á 2 smáblöðum, sem fest eru inn á milli 108. og 109. blaðs, er gerð grein fyrir
konu Jóns Guðmundssonar föður Ásdísar móður Steinvarar á Grísará. Er ljóst, að á
þeim er leiðrétting á Joví, sem strikað var út af 109. blaði. Á þeim er það athugavert,
að síra Þórarinn á Hrafnagili er þar talinn bróðir Bjarna á Fornastöðum og Gríms á
Lundi, en hann var systursonur þessara bræðra. Að vísu hefur „Hrafnagile“ og „Eya-
fyrde“ verið strikað út og í stað þess verið sett með yngri hendi „Bæsá“ og „Yxna-
dal“, en sá sem leiðrétti hefur verið öllu ófróðari, ef hann á hér við síra Þórarinn á
Bægisá Olafsson, sem varla getur verið vafi á.
Á 109. blaði er enn rakin móðurætt Jóns bónda í Samkomugerði Jónssonar og
bræðra hans, og er þetta að mestu endurtekning á því, sem fyrr er skráð í handritinu.
Á 110. blaði tekur við móðurætt Þorkels ívarssonar, en foreldrar Þorkels voru ívar
bóndi í Kambfelli 1703 Jónsson í Hlíðarhaga Jónssonar og kona hans Herdís Einars-
dóttir. Er nú hér rétt rakið til síra Olafs í Saurbæ í Eyjafirði Árnasonar, og strikað
undir það, sem höf. hefur fyrst skrifað hér, „hans faðer sr. Jón prestur að Holti í On-
undarfyrde Simonarson“, sbr. það sem segir hér að framan á bls. 132. Hér er enn sagt, að
kona Sigfúsar í Hvassafelli Ólafssonar hafi verið Halldóra Egilsdótlir pr. á Bægisá,
sem mun vera rangt.
Þá tekur við á sama blaði ættartala síra Gunnlaugs á Laugalandi Eiríkssonar. Höf.
hefur auðsjáanlega verið vel kunnugur síra Gunnlaugi, sem var alla sína tíð prestur
í Eyjafirði og gegndi þar þrennum prestaköllum, hverju á eftir öðru, og er talinn hafa
verið fróður og minnugur. Sennilegt er, að hann hafi miðlað höf. af fróðleik sínum,
og líklegast er frá honum runnin vitneskjan um föður síra Sigurðar í Saurbæ Einars-
sonar, forföður síra Gunnlaugs í karllegg, og konu hans.
Við ættartölu síra Gunnlaugs er það að athuga, að Hjalti Pálsson í Teigi, forfaðir
hans, var ekki lögréttumaður, eins og hér segir, og höf. hefur talið Þorstein á Grund
Guðmundsson Þorleifssonar Björnssonar, en þetta er leiðrétt með annarri, yngri hendi
í handritinu. Framætt Þorbergs sýslum. Bessasonar er röng eins og að framan í liand-
ritinu. Móðir Þórunnar konu Hjalta Pálssonar er hér talin Þuríður Magnúsdóttir
Björnssonar jrá Laxamýri, en á að vera Arnasonar jrá Stóradal, en Þuríður var systir
Björns á Laxamýri.
Á 112. blaði hefst móðurætt síra Gunnlaugs. Við hana er það að athuga, að faðir
síra Magnúsar á Mælifelli Jónssonar er hér talinn Jón prestur á Þönglabakka Jónsson.