Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 164
164
EINAR BJARNASON
afkvæmi Bjarna Eiríkssonar, og er vísað til þess, að þetta sé innskot á eftir því, að
taldir eru niðjar Eiríks á Grýtu Þorlákssonar. Bjarni mun því vera talinn sonur hans
hjá höf. og er líklega sá, sem 1703 býr 53 ára í Ytra-Tjarnarkoti á Staðarbyggð. Er
rakið frá honunr og Magnúsi föður Guðrúnar konu Þorláks á Merkigili sonar Bjarna
á smáblöðum þessum, allt vafalaust frumsamið. Á 151. blaði og niður fremri síðu 152.
blaðs er haldið áfram niðjatali frá Gunnsteini Þorlákssyni. Niðurlagið virðist bera
þess vitni, að ættartölur þessar séu frumskráðar hér.
Á aftari síðu 152. blaðs er rakið frá Ólafi „nokkrum“, sem bjó í Núpufelli. Enn er
höf. ókunnugt um, að Ólafur þessi var sonur síra Jóns í Laufási, bróðir Bergljótar for-
móður hans, en nú er honum orðið ljóst hverra manna Þorvaldur í Gullbrekku var,
sem honum var óljóst fyrst, svo sem sjá má framar í handritinu.
Á 153. blaði hefst ætt Halldóru Jónsdóttur pr. á Völlum í Svarfaðardal Halldórsson-
ar og manns hennar Björns á Moldhaugum Björnssonar. Mun vera rétt rakið þar til
Bergþórs skálds Oddssonar, sem 1703 býr 64 ára í Neðribæ í Flatey, og hjá honum
er Björn sonarsonur hans þá 17 ára. Kristín kona Björns mun vera sú, sem þá er 14
ára á Syðra-Hóli í Fnjóskadal, en foreldrar hennar búa þá á Veturliðastöðum í sömu
sveit.
Á aftari síðu 154. blaðs er getið ættar móður Þórðar í Syðri-Haga Bjarnasonar. Þá
er strax á eftir rakin ætt síra Páls í Vallanesi Guðmundssonar og síðan er getið tveggja
presta á Austurlandi.
Á 155. blaði er fyrst rakin ætt síra Hallgríms á Grenjaðarstöðum Eldjárnssonar og
er bætt við með yngri hendi, að Jón afi hans hafi verið sonur síra Þórarins á Hrafna-
gili Jónssonar. Þá er rakin ætt síra Þorgríms á Hálsi Jónssonar, og næst því er rakin
ætt fyrri konu Magnúsar á Gilsbakka í Eyjafirði 1703 Hallssonar lögréttum. Bjarna-
sonar og systur hennar, konu Árna á Ytra-Hóli Björnssonar.
Á aftari síðu 155. blaðs er hafin ættrakning frá Þorsteini, sem 1703 býr í Sigluvík á
Svalbarðsströnd, Eiríkssyni, og systur hans Guðlaugu Eiríksdóttur, sem 1703 er gift
Guðmundi í Hringsdal Halldórssyni, en síðar átti Snorra Jónsson. Er líkast því sem
heimildarmaður höf. hafi verið kunnugur á austurströnd Eyjafjarðar.
A 156. blaði hefst niðjatal frá Bjarna á Fornastöðum, og nær það niður fremri síðu
157. blaðs, en þá tekur við ætt Jóakims í Hvanmii í Höfðahverfi. Jóakim þessi er sá,
sem 1703 er 30 ára „þénari, silfursmiður“ á Grund í Höfðahverfi. Vel má vera, að rétt
sé skýrt frá móðurætt Jóakims, og ætti hann þá að vera ættaður úr Kelduhverfi eða
Axarfirði. Niðjar Jóakims og frændfólk þeirra er rakið fram á 159. blað, en þá er
nokkuð skýrt frá niðjum Vigfúsar sýslum. á Skútustöðum Þorsteinssonar. Á aftari síðu
159. blaðs er rakin ætt Svalbarðsbræðra, sona Sigurðar lögréttum. á Svalbarði Jóns-
sonar, og tengdafólks þeirra, en þar hefur fallið úr á 160. blaði Jón bóndi í Héraðsdal
og Svalbarði, faðir Sigurðar lögréttumanns en sonur Jóns lögmanns Sigurðssonar.
Næst tekur við ætt síðari konu Halls lögréttum. í Möðrufelli Bjarnasonar.
Á 160. hlaði hefst föðurætt síra Jóns í Vogum Þórarinssonar og hefur nokkuð verið
skrifað ofan í handritið hér og utanmáls með yngri hendi. Hér endurtaka sig villur,