Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 172
172
EINAR BJARNASON
son, sá sem fyrst átti Vilborgu Einarsdóttur í Melgeröi Jónssonar en síðar varð þriðji
maður Guðrúnar Gunnarsdóttur í Gullbrekku, hafi verið bróðir Halls föður Þóru konu
Jóns á Uppsölum Hákonarsonar. Aftan á blaðinu er þess getið hver var faðir Guðnýj-
ar þriðju konu síra Magnúsar í Saurbæ Jónssonar.
Á fremri síðu næsta blaðs er rituð ættartala „Odds sáluga Ónundarsonar úr Skaga-
firði“. Hún mun vera skrifuð upp eftir öðrum, og í henni eru ýmsar villur, sem ekki verða
raktar hér. Á aftari síðu þessa blaðs er tafla yfir niðja Steindórs Jónssonar forföður
Jóns sýslumanns Espholíns í beinan karllegg.
Á næsta blaði, sem er mjög illa læsilegt vegna þess hve blekið hefur runnið út í
pappírinn, er niðjatal Brands og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Grýtu, og mun flest af
því, sem þar segir, vera áður komið í handritinu. I framhaldi af þessu er framætt Guð-
mundar á Grýtu rakin á næsta blaði. Guðmundur var kominn af einni móðursystur
Odds biskups, og er hér stuðzt við hið gamla niðjatal frá Helga afa Odds biskups.
Nokkuð er hér rakið niður frá Guðmundi og síðan er sérstaklega getið ættar Halls í
Kristnesi Magnússonar, sem kominn var af Guðmundi, en þar er rangt frá því skýrt,
að því er virðist af misgáningi, að Hallur hafi verið sonur Guðlaugar Þorláksdóttur.
Hallur var, eins og þar segir einnig, sonur Magnúsar Eyjólfssonar, en móðir hans,
kona Magnúsar, var Ingveldur Eyleifsdóttir, systurdóttir Ásmundar í Samkomugerði.
í þessum kafla segir höfundur fyrst, að hann þekki ekki nafnið á konu Guðmundar á
Grýtu, en systur hennar, þá sem Guðmundur átti barnið með, nefnir hann Vilborgu.
Á næsta blaði segir hann, að kona Guðmundar hafi heitið Katrín Magnúsdóttir, en
systir hennar, sem barnið átti með Guðmundi, hafi heitið Svanhildur. Á því blaði get-
ur höfundur einnig ættar Halls í Hólshúsum í Eyjafirði Sigurðssonar og rekur hana
til Gunnu Lekadóttur, sem 1703 er á sveit í Hrafnagilshreppi, en Guðrún er talin hafa
verið Leodegariusdóttir, systir Bergþóru konu Árna á Garðsá Sigmundssonar.
Enn er blað með niðjum Brands og Guðrúnar á Grýtu og því næst blað, sem á
fremri síðu rekur nokkuð frá 4 börnum Þorláks í Botni í Eyjafirði 1703 Sigurðssonár.
Þar er nefnd dóttir Þorláks, sem ekki er getið að framan, Þorbjörg, sem átt hafi Hösk-
uld nokkurn. Þessi Þorbjörg er sú, sem 1703 er gift Höskuldi í Fjósatungu, sem fyrr er
getið, Jónssyni. Enn er getið Ingibjargar dóttur Þorláks, sem dáið hafi ógift og kemur
þetta heim við manntalið 1703. Á aftari síðu blaðsins er getið frændfólks Sigríðar
konu síra Jóns í Núpufelli Jónssonar, og mun þetta frumskráð hjá höfundi og rétt.
Næsta blað hefst á því, að höfundur skýrir frá því sem leiðréttingu, að Herdís síðasta
kona Þorvaldar í Hrísey Gunnlaugssonar hafi verið dóttir síra Bjarna á Grund Halls-
sonar en ekki Bjarna í Skriðu Pálssonar, sem hafi verið föðurfaðir síra Bjarna. Þess-
arar leiðréttingar var ekki þörf hér, með því að hinu rangfærða hefur ekki verið haldið
fram í handritinu. Hinsvegar hefur höfundur sjálfur fyrr meir ættfært konu Þorvaldar
skakkt, en er nú kominn að hinu sanna, og framar í handritinu er honum óljós ætt
Halls föður síra Bjarna á Grund.
Síðasta ættartalan í handritinu er að ýmsu leyti merkileg. Hún er á tveimur síðustu
blöðunum og einu innskotsblaði og fjallar um ætt þeirra síra Erlends á Hrafnagili