Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Qupperneq 173
LÝSING 0 G SKÝRING Á LBS. 2574—2575 8vo
173
Jónssonar og Hjálmars lögréttumanns í Gufunesi Erlendssonar. Hún veitir vitneskju
um það, að þeir hafa verið alsystkinasynir í Iráðar ættir síra Erlendur og Hjálmar, og
kernur þetta heim við manntalið 1703. Þessi kafli hygg ég, að sé að mestu leyti frum-
skráður hjá höfundi eftir munnlegum heimildunr ættmenna beggja, sem höfundi hljóta
að hafa verið vel kunnugir. Nokkur atriði þarf hér að leiðrétta. Móðurfaðir þeirra
síra Erlendar og Hjálmars er hér talinn hafa verið Jón lögréttumaður á Sólheimum í
Sæmundarhlíð Jónsson. Hann er dáinn fyrir 1703 og kona hans, Rósa Þorsteinsdóttir,
er þá aftur gift Jóni á Miklabæ í Oslandshlíð Eiríkssy'ni. Jón kann að hafa búið á Sól-
heimum, en víst er, að hann var ekki lögréttumaður. Afi þeirra beggja, síra Erlends og
Hjálmars, var Bjarni Tómasson, en-höf. telur Bjarna vera son Tómasar sonar Brands
ríka í Fljótum. Espholin rekur ætt Bjarna til Tómasar Brandssonar, en þar eru 2 liðir á
milli hans og Tómasar. Sú ættfærsla er nær lagi, þótt ekki sé víst, að hún sé rétt. Víst
mun þó vera, að Bjarni, sem var Tómasson, sé kominn af Tómasi bónda á Þorleiksstöð-
um í Skagafirði, sem kunnur var á sinni tíð og varð gamall, fæddur nálægt 1490, syni
Brands bónda í Holti í Fljótum Pálssonar, sem mun vera annar hinna „ríku“ Branda í
Fljótum, sem sögur hafa gengið af.
Föðurmóðir þeirra síra Erlends og Hjálmars mun vera sú, sem hér er talin, og
Hjálmar ömmubróðir þeirra, sem höfundur nefnir, býr 1703 á Nefstöðum í Fljótum
77 ára gamall, nefndur í manntalinu „niedicus et artifex“. Hvort Erlendur faðir þess-
ara systkina var sonarsonur síra Jóns í Miklagarði Þórðarsonar er vafamál, en fremur
er það ósennilegt, tímans vegna.
Móðurmóðir þeirra frænda, Rósa Þorsteinsdóttir, var systurdóttir síra Hallgríms
Péturssonar. Þorsteinn faðir hennar er hér talinn sonur Þorbergs sýslumanns í Skaga-
fjarðarsýslu Þorsteinssonar, en Þorbergur sá var ekki til. Þorsteinn mun hafa verið
Jónsson. Hér er enn sú villa, að Ásmundur á Siglunesi Halldórsson er talinn bróðir
Sæmundar föður síra Jóns í Reykjahlíð, en Ásmundur var stjúpi síra Jóns eins og
fyrr segir.
Lýkur nú handritinu með þessum línum:
„Festaröl prestsins síra Jóns yngra á Núpufelli til jómfrúr Helgu Tómasdóttur var
haldið á Saurbæ í Eyjafirði þann 19. ágúst 1786. Guðmundur Gíslason á bókina.“
Á fyrri hluta 17. aldar endurvaknar áhuginn fyrir ættfræði hér á landi. Þá fara
menn að skrá niðjatöl einstakra manna, sem lifðu á 15. og 16. öld, og virðist áhuginn
verða almennari eftir því sem líður á 17. og 18. öld. Skrifar þá hver eftir öðrum og
ýmsir auka við eldri niðjatöl og semja ný. Hámarki nær niðjatalasöfnunin í byrjun 19.
aldar þegar þeir Ólafur Snókdalín, Jón Esphólín og Steingrímur biskup Jónsson semja
hinar miklu ættabækur sínar, og hafa þeir þá, hver fyrir sig, náð í safn sitt meginhlut-
anum af þeim niðjatölum, sem kunn voru á landinu.
Einn þeirra, sem drjúgan ske'rf lagði til þessara fræða, var Guðmundur bóndi í Mel-
gerði Gíslason. Hann var fæddur 1731 en dó 26. apríl 1789. Guðmundur var af góð-
um bændaættum kominn, sem búið höfðu í Eyjafirði og vesturhluta Þingeyjarsýslu