Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 178

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 178
178 GUÐBRANDURJÓNSSON SvíþjóS á síðara hluta 15. aldar,2 og hin nánu sambönd herra Jóns við Þýzkaland höfðu líklega hvað mest opnað augu hans fyrir nytsemi prentiðnarinnar. Það var því heldur ekki nema að vonum, að honum kæmi til hugar að notfæra sér þetta tæki, þeg- ar trúarbragðaveggur náungans á Þýzkalandi og í Danmörku, en þó ekki sízt í Noregi, stóð í björtu báli. Arið 1533 lézt Friðrik konungur I., og tók ríkisráðið norska þá lögum samkvæmt að sér ríkisstjórnina í Noregi og á íslandi, unz nýr konungur var löglega kominn til valda. Siðabyltingin hafði að vísu aðeins gert vart við sig í Noregi á dögum Friðriks, en hún hafði ekki gert þar neinn nefnandi usla, hins vegar var fullkunnugt, að sonur konungs, Kristján, er síðar varð Danakonungur, hinn III. með því nafni, hafði komið siðaskiptum á í hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi. Öllum ráðamönnum Nor- egs og Islands hefur því hlotið að vera það kunnugt, hvers af Kristjáni mætti vænta, ef hann yrði konungur, og ljóst, að hvernig sem færi, hlyti þar að koma til átaka milli hins löglega átrúnaðar og siðabyltingarinnar, enda þótt hennar hefði ekki orðið vart hér á landi enn. Á þessum árum breiddist bókaprentun afarört út, og prentsmiðjum fjölgaði svo, að enginn veit nú þeirra tal eins og það var um 1500. Hvað það hlýtur að hafa verið mikið, sést þó nokkuð á því, að enn eru til um 30.000 rit, sem prentuð hafa verið fyrir 1500,3 og má í því sambandi ekki gleyma, hve afkastageta hinna fornu prent- smiðja var ákaflega lítil og þær seinar í vöfunum. Á hinu vita menn nú engin deili, hve mörg rit hafa verið prentuð fyrir 1500, sem nú eru týnd, en gizka verður á, að tala þeirra hafi verið ærin. Sérstaklega var geysimikið um prentsmiðjur í heimalandi þessarar tækni, Þýzkalandi, og ekki sízt í Hansaborgunum, sérstaklega Lýbiku.4 Voru þessar prentsmiðjur tiltölulega stórar og góðvirkar og hreyfðu sig flestar lítið úr stað, og þó var enn meira til af smáprentsmiðjum, sem voru allreikular, en sumar prent- smiðjur voru beinlínis farandprentsmiðjur, er leituðu þangað, sem vinnu var að fá á hverjum tima, tjölduðu þar til fárra nátta, en héldu síðan á nýjan stað.5 Með slíkum farandprenturum barst prenttæknin fyrst á Norðurlönd. Höfðu ýmsir biskupar þar sýnt mikinn áhuga á því að leiðrétta helgisiðabækur biskupsdæma sinna, en þær höfðu smám saman raskazt mjög á leiðinni um hendur óteljandi afskrifara. Til þess að festa leiðréttingarnar með klerkdóminum, létu þeir prenta ritin og dreifa þeim. Þetta hafði t. d. Eiríkur erkibiskup Valkendorf í Niðarósi gert, og látið prenta Missale Nidrosi- ense í Kaupmannahöfn 1519 og Breviarium Nidrosiense í París sama ár. Þegar siða- byltingin fór að færast í aukana, var, svo sem getið hefur verið, farið að nota prent- smiðjurnar í áróðursskyni, og voru í Danmörku beinlínis til bæði kaþólskar og lúth- erskar prentsmiðjur.6 Árið 1534 sendi herra Jón son sinn síra Sigurð út í erindum sínum.7 Hefur hann vafalaust átt, beint eða óbeint, að vera fulltrúi föður síns í ríkisráðinu norska, en þar átti Hólabiskup sæti. Jafnhliða því hefur hann að sjálfsögðu haft mörg önnur erindi að rækja, þótt ekki sé vitað, hver þau hafi verið. Líklegt má þykja, að eitt þeirra hafi verið að koma því til leiðar, að prentsmiðja kæmist hingað í landið. Vafalítið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.