Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 179

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 179
SÍRA JÓN MATTHÍASSON SÆNSKI 179 hefur það fyrst og fremst vakað fyrir herra Jóni að vera ekki eftirbátur starfsbræðra sinna á Norðurlöndum urn það, að koma út helgisiðabókum fyrir biskupsdæmi sitt, og sést það ljóslega á því, að hann lét einmitt prenta eina helgisiðabók. Hitt hefur þó að líkindum líka vakað fyrir honum að nota þessa prentsmiðju í trúarbragðaátökum þeim, sem fyrirsjáanlega voru framundan. Síra Sigurður réði hingað í því skyni Jón nokkurn Matthíasson (Mattheusson), sem talið er að hafi verið sænskur; var hann því hérlendis kallaður Jón sænski, og er engin ástæða til þess að efa, að rétt sé þar sagt til um þjóðerni hans. Til þess að forðast misskilning um það, hvaðan Jón sænski hafi verið ættaður, verður að taka það fram, að héruðin Skánn, Halland og Bleking, sem nú hafa lotið undir Svíþjóð síðan friðurinn í Hróarskeldu var samin 1658 og hafa alltaf landfræðilega tilheyrt Svíþjóð, lágu þá undir Danmörku og höfðu legið frá ómunatíð; voru því og landsmenn þar taldir Danir um þessar mundir, og mundi eng- um þá hafa dottið í hug að kalla þá Svía eins og nú er gert; hafi síra Jón því verið sænskur, getur hann ekki hafa verið ættaður úr þessum héruðum. Sumir hafa getið þess til, að Jón Matthíasson hafi flúið heimaland sitt Sviþjóð af fastheldni við hinn kaþólska sið.8 Lútherstrú hafði verið lögleidd í Svíþjóð 1527, en ekki er þó sögnin um Jón Matthíasson ýkja líkleg, því að eftir siðaskiptin hér hélt hann áfram prests- störfum, eins og ekkert hefði í skorizt, enda er heimildin fyrir þessu ekki nema ein og ung. Það verður að gera ráð fyrir því, að síra Sigurður hafi komizt í samband við Jón Matthíasson í Danmörku, frekar en Þýzkalandi, því að síra Sigurður fór til Nor- egs um bæði þessi lönd. Um 1527 hafði mönnum í Málmhaugum, sem þá var í Dan- mörku, þótt sig vanhaga um prentsmiðju í baráttunni fyrir siðabreytingunni,9 en Málmhaugar voru um þessar mundir helzta virki danskra siðabyltingarmanna. Utveg- uðu þeir sér því sænskan prentara, Oluf Ulriksön, er áður hafði haft prentsmiðju sína í Söderköping í Svíþjóð.10 Fluttist hann með prentverk sitt til Málmhauga, var þar alllengi prentari og hefur prentað ýmis merkustu rit danskra siðabyltingarmanna. Prentun var auðvitað ekki frekar þá en nú eins manns verk, og voru prentsmiðjur á þeim dögum beinlínis miklu mannfrekari en nú er, vegna þess hvað tækin voru einföld og óhentug, enda voru þær einnig harla seinvirkar, ekki sízt vegna þess, að prentararnir voru ekki alltaf faglærðir. Hugsazt gæti, að Jón sænski hefði verið sveinn í prentsmiðju Olufs Ulricksöns og flutzt með honum frá Svíþjóð til Danmerkur, en viljað gerast sjálfstæður prentari, tekizt að ná saman stílum, pressu og nauðsynlegustu prenttækjum og síðan samið við síra Sigurð um að fara til íslands með prentsmiðju sína. Hitt væri einnig hugsanlegt, að hann hefði um skeið verið farandprentari en á lausum kili. Hafi síra Sigurður því getað fengið hann til íslandsferðar, og virðist þetta sennilegast. En sé þetta svona, verða engar líkur að því leiddar, hvort síra Sigurður hafi komizt í samband við Jón í Danmörku eða á Þýzkalandi. Hefur Jón farið til Islands með síra Sigurði sumarið eða haustið 1535, því að getið er hans hér í fyrsta skipti í gerningi 17. október það ár,11 og eftir það kemur hann nokkrum sinnum fyrir í skjölum fram að siðaskiptum.12 Enda þótt það væri vitanlega ekki ómögulegt, er það að minnsta kosti mjög ólíklegt, að Jón hefði ekki kornið fyrr við skjöl, ef hann hefði verið hér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.