Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 184

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 184
184 GUÐBRANDURJÓNSSON 25. apríl 1539,44 sem enn er til í frumriti, kallar herra Jón Ólaf „Olavus Hialteri“; það er því vafalaust, að þessi leiðrétting er byggð á misskilningi. Hins vegar var ástæða til þess að leiðrétta orðið „prius“ í titlinum í „primum“, eins og Halldór Her- mannsson hefur gert.45 Enda þótt leiðréttingin á nafni herra Jóns sé röng, færir Jón hins vegar þarna útkomuár tíðabókarinnar til rétts lags. Ástæða er til þess að minnast aðeins á orðið „Breviaria“ í upphafi titilsins. Þetta heiti á tíðabók þekkist nú ekki annarsstaðar en á Breviarium Nidrosiense; þar er það eins. Má því fyllilega gera ráð fyrir, að þetta heiti í fyrirsögn Hólatíðabókarinnar sé lán þaðan. Þótt þetta heiti sé einstætt, gefur það fulla meiningu, og er að því leyti ekki út á það að setja. Það er því síður en svo, „að þessar nokkuð mismunandi frásagnir Jóns Ólafssonar veikja traustið á vitnisburði hans“, eins og Halldór Hermannsson telur, því að þær verða einmitt til þess að styrkja hann.4G I heimild þeirri, sem hér var vitnað til, er Hólatíðabókinni lýst nokkuð og sagt, að hún sé í fjögurra blaða broti og með rauðum lemmatibus (þ. e. fyrirsögnum eða greinirósum). Á öðrum stað lýsir Jón Ólafsson bókinni nokkuð líkt, en kallar hana þar „Breviarium Nidarosiense“. Segir hann þar, að það „hafi verið í fjögurra blaða broti og prýtt latneskum ymnum með mjög fögrum lögum og rauðum lemmatibus".47 Ég fellst á það með Halidóri Hermannssyni, að það sé missögn hjá Jóni úr Grunnavík, að á tíðabókinni hafi verið lög, það er að segja nótur, því að ef svo hefði verið, hefði það ekki verið breviarium heldur antiphonarium eða vesperale, en slíku kunnu þeir fornu full skil á. Hitt er ekki ástæða til að efa, að Jón segi það rétt, að bókin hafi verið í fjögurra blaða broti, enda þótt Halldór Hermannsson telji það ólíklegt af því, að það var óvenjulegt um norrænar tíðabækur.48 Þetta var þó til, og utan Norður- landa algengt á þessum tíma, en það tekur að mestu af skarið, að Hallbjörn prentmeistari Halldórsson heldur því fram, að prentþröng síra Jóns sænska hafi ekki „tekið nema tvær litlar fj órblöðungssíður af minnstu pappírsstærð, sem enn þekkist“ og er nú kölluð „Propatria“ eða „Foolscape11.40 Verður því að trúa Jóni um þetta atriði ekki sízt vegna þess, að tvær bækur aðrar, sem enn eru til úr prentsmiðju síra Jóns sænska, Passio og Guðspjallabókin, eru í því sem kallað mundi nú lítið fjögurra blaða brot, enda endurtekur Jón þetta í þriðja skipti. Hinu atr'ðinu, að fyrirsagnir eða greinirós- ir hafi verið rauðar, verður og að trúa, því að svo var þegar í hinum rituðu tíðabók- um; tóku hinar prentuðu það upp eftir þeim, og svo helzt enn í dag, en fyrir bragð- ið eru þessi atriði einmitt kölluð rubra, og þurfti engar sérstakar tilfæringar til slíkrar prentunar, eins og Halldór Hermannsson heldur.50 Breviarium Holense hefur því verið í fjögurra blaða broti með rauðum greinirósum og fyrirsögnum, og það hefur verið lokið við prentunina 1. maí, eins og titillinn hjá Jóni úr Grunnavík greinir, en í fyrsta lagi 1536 og jafnvel þó ekki fyrr en 1537. Þegar síra Sigurður Jónsson skilaði Hólastól í hendur herra Ólafi Hjaltasyni 1551, voru til 17 eintök af þessari tíðabók á Hólum. Er talað er um, að herra Jón hafi látið prenta latneskt almanak, er þar með vafalítið átt við almanak það, sem alltaf fylgdi tíðabók-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.