Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 201
PÉTUR SIGURÐSSON:
Skrá um skákrit og smáprent um skák
er Willard Fiske lét prenta á íslenzku og gaf
Taflfélagi Reykjavíkur
Taflfélag Reykjavíkur var stofnað 6. okt. 1900. Haustið 1950 gaf félagið út afmælis-
rit: Taflfélag Reykjavíkur 50 ára. 1900 — 6. október — 1950. Reykjavík 1950. í þessu
riti er skýrt nokkuð frá starfsemi próf. Willards Fiskes til glæðingar skákíþróttinni á
íslandi og drepið á það, að þá er Fiske spurði stofnun félagsins, tók hann til að gefa
út bækur og ýmislegt smælki varðandi skák; greiddi hann sjálfur allan útgáfukostnað,
en gaf félaginu upplögin til eflingar starfsemi þess. Hér verður ekki sagt nánar frá þeim
þætti, sem próf. Fiske á í þróun skáklistarinnar á Islandi, heldur aðeins birt skrá um
þau prentrit, er hann gaf út á íslenzku í tilefni þess, að Taflfélag Reykjavíkur var stofn-
að, eftir því sem mér er kunnugt.
1. I uppnámi. íslenzkt skákrit. 1901. Gefið út fyrir Taflfélag Reykjavíkur. YI-{-187
bls. 8vo. Leturflötur: 19.6X11-3 cm.
I uppnámi. íslenzkt skákrit. 1902. Gefið út fyrir Taflfélag Reykjavíkur. VIII—)—86
bls.
Ritið kom út í heftum. 1. árgangur, 1. h.: Á þorranum MCMI (bls. 1—10). 2. h.: Á einmán-
uðinum MCMI (bls. 11—34). 3. h.: Á sólmánuðinum MCMI (bls. 35—70). 4. h.: Á jólum MCMI
(bls. 71—187+1—VI).
2. árgangur: 1.—2. h.: Á hörpunni MCMII (bls. 1—40). 3. h.: Um heyannirnar MCMII (bls.
41—60). 4. h.: Á jólum MCMII (bls. 61—86+1—VIII).
Ritstjóra og prentstaðar er ekki getið. Ritstjórar fyrra árgangs voru Willard Fiske og Halldór
Hermannsson. Ritstjóri síðara bindis: Halldór Hermannsson. Prentstaður: Leipzig. — Skáksög-
urnar í ritinu eru eftir Fiske, en Halldór Hermannsson þýddi þær og það annað, er Fiske skrif-
aði í ritið. Sumar sögurnar höfðu áður verið prentaðar á ensku, en aðrar prentaðar hér í fyrsta
skipti.
Á ótölusettu blaði, er fest var framan við 3. h. 1. árg., er nokkur greinargerð á ensku um út-
gáfu ritsins. Þar segir m. a.:
The title of this publication is an Icelandic phrase, used as far back as the 13th century (in
the „Sturlunga saga“) as a technical chess expression. It is the equivalent of the French en prise
— which the modern chess-playing nations have been content to borrow, having no vernacular
method of representing, with sufficient conciseness and exactness, the idea of a piece or pawn
exposed to capture.