Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 207

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 207
ÍTALSKUR RITHÖFUNDUR 207 og nýjum, eru yfirleitt laukréttir, sömuleið- is nöfn íslenzkra manna og staða og mynd- irnar ágætar. Kunnáttumenn í ítölsku, sem séð hafa bókina, segja aS yfirleitt beri hún þekkingu höfundarins á íslenzkum bók- menntum ágætt vitni, og villur séu svo fáar og smávægilegar að furðu gegni. Dr. Pram- polini hefir snúið á ítölsku fjölda erinda úr íslenzkum kvæðum, fornum og nýjum, og er íslenzki textinn víða prentaður samhliða. GetiS er flestra íslenzkra skálda, sem bæk- ur liggja eftir og nokkuð kveður að. Mvnd- ir fylgja af Jónasi Hallgrímssyni, Steph- ani G. Stephanssyni, Einari Kvaran, Gunn- ari Gunnarssyni, Kristmanni Guðmunds- syni, GuSmundi Hagalín og Halldóri Lax- ness. Þegar eg í bréfaskiptum hafSi fengið nokkur kynni af þekkingu dr. Prampolinis á íslenzkum efnum, fór eg þess á leit, að hann segði mér eitthvað af sjálfum sér og tildrögum þess, að hann hefði farið að sinna íslenzkri tungu og bókmenntum.Hann varð góðfúslega við þeirri beiðni, og leyfi eg mér að birta hér stuttan kafla úr einu bréfa hans, en það er ritað 7. ágúst 1951: .... Nú hverf eg að því, að segja þér eitthvað um sjálfan mig, eins og þú ert tvisvar búinn að biðja mig að gera. Eg er fæddur í Milano 22. júní 1898, kominn af borgaralegum foreldrum, sem hneigðust að sósíalisma. Námsgrein mín var forntungurnar (gríska og latína), en þó fékk eg þegar á unglingsárum hug á nýju málunum og bókmenntum þeirra, bæði norðurálfutungum og austurlanda- tungum. Eg lærði rússnesku til þess að geta lesið Tolstoj á móðurmáli hans, dönsku vegna Ibsens og arabisku vegna Kóransins. Nítján ára gamall hóf eg herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni, og var þá annar lautinant í vélbyssudeild. Eftir að hafa ver- ið fjögur ár í herþjónustu, tók eg próf í lögum. Árið 1926 kvæntist eg stúlku sem verið hafði leiksystir mín í æsku og var nú praktiserandi læknir. Við eigum þrjú börn: dóttur 24ra ára, sem er verkfræðingur, aðra tuttugu ára, kennslukonu, og hið þriðja níu ára, sem hefir þegar mikinn á- huga á námi. Aftur var eg í hernum í síðari heimsstyrjöldinni, þá kapteinn í fótgöngu- liðinu. Árið 1941 var eg, honoris causa, gerður baccalaureus í germönskum málvís- indum. Eg hefi alla tíð unnið fyrir mér sem óháður rithöfundur og lífsbaráttan hefir verið hörð. Á aldarfjórðungs skeiði við andleg störf hefi eg aflað mér þekkingar á rúmum fjörutíu tungumálum og bókmenntum þeirra. En eg hefi líka kynnt mér listir og trúarbragðasögu. Á þessu sama tímabili hefi eg ritað í fjölda ítalskra og erlendra tímarita. Rit mín síðan 1921 eru nú orðin um áttatíu að tölu, aðallega þýðingar úr rúm- um tuttugu málum, en sömuleiðis ritgerða- söfn, nokkur bindi af kvæðum, osfrv. Þessi eru helztu rit mín: a) AlþjóSleg bókmenntasaga (1. útg. 1933 —38, 2. útg. að koma út núna). b) GoSsagnir í lífi þjóðanna (1937-—-38). c) BoSun Maríu í list hinna elztu ítölsku málara (1939). Hvernig það atvikaðist að eg fór að sinna íslenzkri tungu og bókmenntum? ÞaS gerðist með þeim hætti, að eftir aS eg hafði aflað mér sæmilegrar þekkingar á ensku, þýzku, dönsku, sænsku og hollensku, sneri eg mér að norsku (sveitamálinu) og forníslenzku. Eg sökkti mér af ákefð niður í Eddu og sögurnar ykkar á árunum 1921 —26. Seinna (um 1930) sneri eg mér að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.