Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 6
6
R É T T U R
allri íslenzkri alþýðu er hin mesta nauðsyn að skilja að allt það,
sem áunnizt hefur, allar kjarabætur, er hún hefur knúið fram,
allir hinir miklu sigrar, er einkennt hafa sókn hennar síðustu ára-
tugina, hafa unnizt i krafti þess að undir sósíalistískri forustu
barðist sameinuð alþýða djarft og vann alla þessa sigra sem áfanga
á leiðinni að hinu háleita marki sínu.
Þessum Grettistökum: Umsköpuninni á lífskjörum alþýðunnar
frá eymd kreppuáranna, — hefur sósíalistísk verklýðshreyfing
Islands og marxistiskur forusmflokkur hennar lyft, þrátt fyrir
hinn borgaralega grundvöll þjóðfélagsins og ríkisvald íslenzkrar
auðmannastéttar, — með öðrum orðum: án þess að hafa getað
skapað þær tvær höfuðforsendur, sem óhjákvæmilegar eru til
varanlegra, sífelldra, lífskjarabóta alþýðunnar: ríkisvald alþýð-
unnar og sósíalistískan gmndvöll þjóðfélagsins. Af því að þessar
forsendur vantar leiðir sú harðvímga barátta, sem íslenzkur verka-
lýður verður stöðugt að heyja, til þess að halda í þau lífskjör, er
hann skóp sér í sókninni miklu 1942 til 1947.
En af því að íslenzkri verklýðshreyfingu hefur tekizt að móta
íslenzka þjóðfélagsþróun og Iífskjör alþýðu á sérstæðan hátt með
bví að efla stórum sjálfan framleiðslugrundvöllinn, leiðir að áhugi
íslenzkrar alþýðu og barátta marxistisks flokks hennar beinist í
svo ríkum mæli sem raun ver vitni um að því að skapa og tryggja
leiðslugrundvöllinn áfram, — einnig til þess að skapa og tryggja
efnahagslegan grundvöll íslenzks sjálfstæðis.
Hitt — að íslenzkri alþýðu og flokki hennar skuli hafa tekizt og
haldist uppi að ná þó þeirri forusm og þeim áhrifum í voru borg-
aralega þjóðfélagi, sem þurfti til þessarar umsköpunar á fram-
Ieiðslugrundvelli og lífskjömm, — stafar, næst styrkleika albýð-
unnar sjálfrar, af því að þjóðfélag vort er enn í ríkum mæli mót-
að af fortíð þess sem undirokaðrar nýlendu, sem er að reisa sig úr
alda áþján. Verzlunarauðvaldið, sem enn er sterkasta og aftur-
haldssamasta afl borgarastéttarinnar, hefur ekki megnað að hindra
þá framför, er verklýðshreyfingin var að knýja fram, enda var
sjálf nýsköpun atvinnulífsins, jafnhliða því að vera í þágu þjóð-
arheildarinnar, einnig hagsmunamál atvinnurekenda í sjávarút-
vegi og iðnaði, þeirra hluta borgarastéttarinnar, sem enn hafa