Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 146
146
EÍTTUR
að auka einingu flokkanna og bróðurlegt samstarf í þeim til-
gangi að efla sem mest samveldi sósíalistisku landanna og til þess
að geta þjónað hagsmunum hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfing-
ar, friðarins og sósíalismans.
Fundurinn minnir á þá ánægjulegu staðreynd, að alþjóðahreyf-
ing kommúnismans hefur eflzt, staðizt ýmsar mjög harðar raunir
og unnið margan mikilvægan sigur. Með afrekum sínum hafa
kommúnistar sannað verklýðsstéttinni það á alþjóðlegan mæli-
kvarða, hvílikur lifskraftur býr í fræðikenningu marxisma og
lenínisma, og fært sönnur ekki aðeins á hæfilega sinn til að boða
hinar miklu hugsjónir sósíalismans, heldur einnig á getu sína
til að gera þær að veruleika, enda þótt við feiknarlega erfiðleika
sé að etja.
Eins og aðrar framfarahreyfingar sögunnar hlýtur kommúnism-
ínn að mæta ýmiss konar erfiðleikum á leið sinni. En hvorki í nú-
tíð né framtíð fremur en í fortíðinni munu erfiðleikar og tálmanir
geta breytt nokkru um lögmál þau, er ráða þróun mannkynssög-
unnar, né rift þeim fasta ásetningi verklýðsstéttarinnar að um-
breyta hinum gamla heimi og skapa sér nýjan heim. Síðan komm-
únistar hófu baráttu sína hafa þeir alla tíð orðið að þola ofsóknir
afturhaidsins. En hin kommúnistíska hreyfing hefur sýnt hetju-
skap sinn í því, að hún hefur hrundið öllum slíkum árásum og
jafnan komið tvíefld úr hverri raun. Með því að efla einingu sína
enn frekar munu kommúnistar reynast þess umkomnir að ónýta
allar tilraunir afturhaldsafla heimsvaldastefnunnar að stöðva
framsókn þjóðfélagsins til nýrrar tíðar.
Enda þótt heimsvaldasinnar séu að halda fram hinni fráleitu
firru um „kreppu kommúnismans", er staðreyndin sú, að hreyfing
kommúnismans vex og eflist. Hinar sögulegu samþykktir 20. þings
Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna eru stórlega mikilvægar,
ekki einasta að því er varðar þennan kommúnistaflokk og fram-
kvæmd sósíalismans í Ráðstjórnarríkjunum. Með þeim hefst nýtt
stig hinnar kommúnistísku hreyfingar í heiminum, er táknar
frekari framsókn hennar á braut marxisma og lenínisma. Þing
kommúnistaflokka í Kína, á Ítalíu, í Frakklandi og fleiri löndum,
sem haldin hafa verið að undanförnu, hafa sýnt, svo að ekki verð-
ur um villzt, að eining ríkir innan þessara flokka og að þeir eru
trúir meginsjónarmiðum alþjóðahyggju verkalýðsins. Þessi fund-
ur fulltrúa kommúnistaflokka og verklýðsflokka er einnig vitnis-
burður um alþjóðasamstöðu hinnar kommúnistísku hreyfingar.
Eftir að hafa skipzt á skoðunum og sjónarmiðum komust fund-
armenn að þeirri niðurstöðu, að auk tveggjaflokka-funda, þar
sem leiðtogar létu hverir öðrum í té ýmislegt upplýsingarefni, væri