Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 48
48
R É T T U B
— En hér á íslandi sprengir Eysteinn Jónsson vinstri stjórn, er
verkamenn og bændur studdu, — eftir að hafa neitað að þjóðin
fengi í sínar hendur yfirráð þeirrar olíu, er hún kaupir, —
á því að heimta í nafni auðvalds og atvinnurekenda að kaup
verkafólks sé lækkað um 8%. Það er trúin á vald atvinnurekenda,
trúin á mátt auðsins, sem býr á bak við, þegar slíkar kröfur eru
gerðar að úrslitakosmm. Þeir valdhafar, er þannig breyta, halda
að þeir geti beygt verkalýðinn með því að ógna honum með
valdi sínu. Og það var ekki í fyrsta sinn, sem þessi afturhalds-
forusta Framsóknar fór þannig að. Hún sprengdi stjórnarsamstarf
við Alþýðuflokkinn 1938 á því að heimta gerðardóm gegn sjó-
mönnum og framkvæma hann með Ihaldinu, — hún hrakti Al-
þýðuflokkinn út úr „þjóðstjórninni" 1942 með því að setja gerð-
ardómslögin alræmdu með íhaldinu gegn allri verkalýðshreyfing-
unni, — hún setti Alþýðuflokkinn aftur út úr ríkisstjórn 1949 með
því að heimta gengislækkun með íhaldinu, — og þetta afmrhald
í Framsókn heimtar hið sama nú: gengislækkun í haust — eins og
Ihaldið, svo það er enn auðséð með hverjum þessi afturhaldsfor-
usta Framsóknar ætlar að vinna, ef Framsóknarfólkið tekur ekki
í taumana.
Það er oftrú Eysteins Jónssonar á valdið og valdakerfið, sem
orðið hefur vinstri stjórninni að fjörtjóni í þetta sinn.
Eysteinn Jónsson hafði erft þetta valdakerfi frá lærimeistara
sínum og höfundi þess, Jónasi frá Hriflu. Það valdakerfi var byggt
upp á ranglátri kjördæmaskipun, embættiskerfi ríkisvaldsins, yfir-
drottnun Landsbankans, fjármálavaldi Sambandsins, annexíuhlut-
verki Alþýðuflokksins og „jafnvægispólitík" milli verkalýðs og
auðfélög hafa risið upp í kjölfar styrjaldarinnar; tímabil spilling-
arinnar á æðstu stöðum landsins mun af því leiða og peningavaldið
í landinu mun reyna að lengja drottnunartímabil sitt með því að
auka sér í vil hleypidóma fólksins, þangað til allur auður hefur
safnazt á fáar hendur og lýðveldið er eyðilagt. Mig uggir nú meir
um öryggi lands míns en nokkru sinni fyrr, jafnvel meir en þegar
styrjöldin var verst.“