Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 97
R E T T U R
97
■ Framtíðarhorfur
Sameignarhverfin í Kína eru rökrétt afleiðing þróunar, sem
þar hefur átt sér stað á undanförnum árum. í þeim birtist árangur
níu ára framfara í landbúnaði, iðnaði, vísindum og menntun, en
þó einkum þróunar landbúnaðarins síðan haustið 1957. Þau hafa
vaxið á eðlilegan hátt upp úr hinu kínverska þjóðfélagi, eru á-
vöxtur hins mikla framfarastökks á öllum sviðum efnahags og
menningar_ og þau skapa forsendur ennþá stærra stökks fram á
við í nánustu framtíð. Sameignarhverfin eru árangur þess, að
máttur fólksins hefur verið leystur úr læðingi pójitískra og efna-
hagslegra fordóma frá liðnum tíma og þau leysa sjálf úr fjötrum
ennþá voldugri þjóðfélagsöfl. Þau leggja grundvöllinn að hrað-
stígu vaxtarskeiði, sem á fimmtán til tuttugu árum mun breyta
Kína í fullþroska sósíalískt þjóðfélag með nýtízku iðnað og vísindi,
vélar og rafmagn í þjónustu landbúnaðarins, góð lífskjör og þrótt
mikla menningu, í þjóðfélag alisnægta með þroskamöguleika og
velmegun fyrir hinar mörgu milljónir.
Hinn mikli manngrúi Kína hefur ekki reynst neinn hemill á
þróunina, eins og margir héldu, heldur þvert á móti hinn dýr-
mætasti auður landsins.
„Án tillits til annarra eiginleika," ritaði Maó Tse-tung fyrir
nokkrum árum, ,,eru hinar 600 milljónir Kínverja í fyrsta lagi
fátækt fólk og í öðru lagi „óskrifað blað“. Menn kunna að segja
illu heilli, en í rauninni má segja góðu heilli. Fátækt fólk óskar
breytingar, vill aðhafast eitthvað, vill byltingu. Á hvítri pappírs-
örk eru engir blettir né lýti, á hana er hægt að skrifa hin fegurstu
og sönnustu orð, á hana er hægt að draga hinar sönnustu og
fegurstu myndir."
[Áætlun ársins 1959 er svo:
Um nýársleytið var haldin í Peking ráðstefna forystumanna úr
sameignarhverfunum um land allt. Ráðstefnan samþykkti áætlun
fyrir árið 1959 í tíu liðum. Þessi eru höfuðatriðin:
Framleiða á a. m. k. 525 millj. smálestir af korni (1958: 350
millj. smál., 1957: 185 millj. smál.).
Framleiða á a. m. k. 5 millj. smál. af baðmull. (1958: 3,3 millj.
smál. 1957: 1,64 millj. smál.).
Framleiða á a m. k. 6 millj. smál. af olíuauðugum jurtum og
ávöxtum, svo að framleiðsla matarolíu tvöfaldist. Mikil aukning
í framleiðslu allra iðnaðarjurta, tes og suðrænna ávaxta.
Bætt vinnubrögð við öll jarðyrkjustörf, barátta fyrir bættum
áveitum og aukinni framræslu, djúpplæging, að bæta jarðveginn