Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 120
120
R É T T U R
flotanum, — en 5000 bílar. Allir þeir „sérfræðingar", sem
hingað hafa verið sendir að undirlagi amerísks auðvalds,
hafa, — þrátt fyrir einstaka skynsamlegar athugasemdir
þeirra um íslenzkt efnahagslíf, — í grundvallaratriðum
ráðlagt Islandi rangt með því að leggja alltaf til að opna
landið fyrir öllum viðskiptasveiflum, markaðsvandræðum
og kreppum, er feykja myndu efnahagslegu sjálfstæði Is-
lands um koll, ef að þeirra ráðum væri farið.
Þegar vinstri stjórnin tók við 1956, knúði Alþýðubanda-
lagið það fram að hvortveggja var gert: togbátar og bátar
keyptir, fiskiðjuver reist og sjávarútvegurinn efldur, •—
og svo hitt: markaður tryggður fyrir allan fiskútflutning
íslands. — Allan þann tíma, sem vinstri stjórnin stóð,
stóðu átökin á milli þeirra fulltrúa, er ánetjaðir voru ame-
rísku auðvaldi, og óttuðust allar ráðstafanir, er því voru
ekki að skapi, og fulltrúa Alþýðubandalagsins, sem vildu
gera Island sem óháðast Bandaríkjunum og skapa sterkt
mótvægi gegn áhrifum þess á íslenzkt efnahagslíf.
Islenzk þjóð þarf að hafa sterkan efnahagslegan grund-
völl til þess að standa á, til þess að geta háð sjálfstæðis-
baráttu sína gegn ameríska auðvaldinu. Þennan grund-
völl voru hernámsflokkarnir að eyðileggja: 1952 var at-
vinnuleysi um allt ísland, viðskiptin við Sovétríkin höfðu
verið eyðilögð, freðfiskframleiðslan var aðeins 30.000
smálestir. Fiskiflotinn og frystihúsin urðu oft að hætta
vegna sölutregðu. 1953 var svo komið að útflutningur
Islands var aðeins 706 milljónir króna, en tekjur af setu-
liðsdvöl og amerískum ,,gjöfum“ voru 374 milljónir kr.
Einn þriðji af gjaldeyristekjum Islands var frá ameríska
auð- og herveldinu, sem vér áttum að berjast við um sjálf-
stæði vort! Það var álíka eins og þegar Danir, sem arð-
rændu okkur, urðu að „styrkja" ríkisbúskapinn og ýmsum
lítilþægum sálum var talin trú um að vér gætum ekki lifað
án styrkja frá þeim.
Alþýðubandalaginu tókst að undirbyggja það vel efna-
hagslegt sjálfstæði íslands með því að vera í ríkisstjóm