Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 49
R É T T U R
49
auðvalds.* Jónas hugði þetta kerfi voldugt skip, er fleytt gæti sér
og Framsókn til öruggra valda á íslandi. Hann strandaði þeirri
fleytu á skeri skæruhernaðarins, eftir að hafa þó kastað miklu fyrir
borð til að breyta því í þjóðstjórnarskútu. Og sjálfum sér tókst
honum ekki að bjarga í höfn á því fleyi. Var þó Jónas ólíkt
meiri skipstjóri en Eysteinn.
Ameríska auðvaldið dró flakið upp úr fjörunni og ýtti því úr
vör á ný með Marshall-stjórninni 1947.
Nú sigldi Eysteinn skipinu beint í kletta verkalýðshreyfingar-
innar og skeyti engum aðvörunum frá þeim, er sáu hvert stefndi.
Hann hélt máske að hann væri aðeins að brjóta vonir manna um
vinstri stjórn og vinstri pólitík á Islandi og hirti lítt um það.
En hann sá rangt. Hann var að brjóta valdakerfi Framsóknar. Er
hann sá hvað gerzt hafði, lét hann svívirðingarnar dynja yfir
klettana, er hann hafði siglt á, — yfir fjöldann og samtök hans,
er honum fannst furðu ósanngjarn að víkja ekki úr vegi fyrir
svo voldugu fari.
Eysteinn Jónsson hélt sig alvaldan yfir vinstri flokkunum.
Hann hélt hann gæti beygt Alþýðusamband Islands með hótun
einni saman. Hann hélt sig mundu svínbeygja Alþýðubandalagið
með ógnunum um stjórnarslit. Hann hélt að Alþýðuflokkurinn
myndi hlýða sér sem litli-fingur á hendi hans. — Og hann hélt
sig vera alvaldan fulltrúa Framsóknarfólksins. Lofið, sem Tíminn
hlóð á sjálfan hann fyrir afrek þau, sem samtök alþýðu til sveita
og sjávar hafa unnið, hafði stigið honum til höfuðs. Því skrikaði
honum fótur.
Það gerir fólkinu í landinu erfiðara fyrir í svip, því það hafði
trúað honum fyrir forustu í förinni, fyrir að framfylgja vinstri
pólitík í vinstri stjórn. Og hann hafði brugðizt því — og hrakyrti
nú fólkið fyrir í Tímanum!
„Sagan gjarnan eignar einum
afrekin þín, dreifði múgur!
Samt mátt bera, svara-bljúgur,
* Ég lýsti myndun þessa valdakerfis fyrir 20 árum í Rétti: „Valda-
kerfig á íslandi 1927—39“, Réttur XXIV. árg. 1939, bls. 81—145.