Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 49

Réttur - 01.01.1958, Page 49
R É T T U R 49 auðvalds.* Jónas hugði þetta kerfi voldugt skip, er fleytt gæti sér og Framsókn til öruggra valda á íslandi. Hann strandaði þeirri fleytu á skeri skæruhernaðarins, eftir að hafa þó kastað miklu fyrir borð til að breyta því í þjóðstjórnarskútu. Og sjálfum sér tókst honum ekki að bjarga í höfn á því fleyi. Var þó Jónas ólíkt meiri skipstjóri en Eysteinn. Ameríska auðvaldið dró flakið upp úr fjörunni og ýtti því úr vör á ný með Marshall-stjórninni 1947. Nú sigldi Eysteinn skipinu beint í kletta verkalýðshreyfingar- innar og skeyti engum aðvörunum frá þeim, er sáu hvert stefndi. Hann hélt máske að hann væri aðeins að brjóta vonir manna um vinstri stjórn og vinstri pólitík á Islandi og hirti lítt um það. En hann sá rangt. Hann var að brjóta valdakerfi Framsóknar. Er hann sá hvað gerzt hafði, lét hann svívirðingarnar dynja yfir klettana, er hann hafði siglt á, — yfir fjöldann og samtök hans, er honum fannst furðu ósanngjarn að víkja ekki úr vegi fyrir svo voldugu fari. Eysteinn Jónsson hélt sig alvaldan yfir vinstri flokkunum. Hann hélt hann gæti beygt Alþýðusamband Islands með hótun einni saman. Hann hélt sig mundu svínbeygja Alþýðubandalagið með ógnunum um stjórnarslit. Hann hélt að Alþýðuflokkurinn myndi hlýða sér sem litli-fingur á hendi hans. — Og hann hélt sig vera alvaldan fulltrúa Framsóknarfólksins. Lofið, sem Tíminn hlóð á sjálfan hann fyrir afrek þau, sem samtök alþýðu til sveita og sjávar hafa unnið, hafði stigið honum til höfuðs. Því skrikaði honum fótur. Það gerir fólkinu í landinu erfiðara fyrir í svip, því það hafði trúað honum fyrir forustu í förinni, fyrir að framfylgja vinstri pólitík í vinstri stjórn. Og hann hafði brugðizt því — og hrakyrti nú fólkið fyrir í Tímanum! „Sagan gjarnan eignar einum afrekin þín, dreifði múgur! Samt mátt bera, svara-bljúgur, * Ég lýsti myndun þessa valdakerfis fyrir 20 árum í Rétti: „Valda- kerfig á íslandi 1927—39“, Réttur XXIV. árg. 1939, bls. 81—145.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.