Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 79
R É T T U R
79
samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, eða skipulögð utanrík-
isverzlun, eru óhugsandi ef farið er inn á þá leið sem Sjálf-
stæðisflokkurinn markaði með stefnuyfirlýsingunni 18.
des.
Aðeins leið Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins,
leið verklýðshreyfingarinnar, tryggir þjóðinni afkomuör-
yggi og viðunandi lífskjör í framtíðinni.
Við komandi kosningar hefur þjóðin sjálf örlög sín í
höndum sér. Gæfa hennar er undir því komin að hún rísi
upp gegn þeirri stefnu stóraukinnar verðbólgu, gengis-
lækkunar og hverskonar annarrar kjararýrnunar, sem
Sjálfstæðisflokkurinn boðaði í yfirlýsingu sinni 18. des-
ember, — gegn þessari óheillastefnu, sem amerískt hugs-
andi afturhald allra hernámsflokkanna fylkir sér um og
verzlunar- og hermangs-auðvaldið „íslenzka" ætlar sér að
knýja fram.
Þjóðin þarf að sameinast um stórhuga framkvæmda-
stefnu, nýsköpun útgerðar og iðju, stórútgerðar og stóriðju
í eigu Islendinga sjálfra.
Þjóðareining um leið verklýðshreyfingarinnar fram til
afkomuöryggis, atvinnu fyrir alla og batnandi lífsafkomu,
— þjóðareining gegn óheillabraut glundroða og kreppu,
atvinnuleysis og fátæktar, — það er það, sem Sósíalista-
flokkurinn og Alþýðubandalagið vill. Það er það, sem koma
verður.
1. Að öll framleiðslugeta landsmanna sé hagnýtt til fulls og
öllum verkfærum mönnum tryggð næg og örugg atvinna .
2. Að auðlindir lands og þjóðar verði sem bezt hagnýttar í
þágu þjóðarheildarinnar til þess að auka velmegun og tryggja
afkomu þjóðar og einstaklinga.
3. Að atvinnuvegir landsmanna verði efldir og nýir skapaðir,
til þess að þjóðin eignist sem fjölbreyttast atvinnulif, en þó
einbeitt að því að efla fyrst og fremst þær atvinnugreinar, er
veita í senn beztu hagnýtingu á auðlindum þjóðarinnar, mestu
afkastagetu landsmanna og beztu nýtingu fáanlegra markaða og
skapa þannig forsendur fyrir sem beztum lífskjörum þjóðarinnar.
I þessum heildaráætlunum skal áætluð þróun hverrar atvinnu-