Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 33
RÉTTUE
33
„traustir skulu hornsteinar
hárra sala;
í kili skal kjörviður," —
enn hvort kjörviðurinn reynist ætlunarverkinu vaxinn, er undir
því komið hvernig hann er mótaður og meðhöndlaður.
Islenzk bændastétt er tvímælalaust í hjarta sínu andvíg allri
hersetu á Islandi, hverskonar undanhaldi og uppgjöí fyrir erlendri
ásókn. En íslenzkir bændur eru um leið hinir tryggustu flokks-
menn þess flokks, er þeir eitt sinn hafa veitt trúnað sinn. Það
er aldagömul erfð, sem þar er að verki, í ætt við alla festu bænda-
byggða. — Og nái erlent vald ítökum á slíkum flokki bænda,
þá er hætta á ferðum. Tryggðin við flokkinn og tryggðin við
landið mun þá heyja langa baráttu og flokkurinn lengi verða af-
sakaður í huga bóndans, áður en upp verður gert.
Þessvegna er það sorgarsaga íslenzkrar bændastéttar að for-
usta Framsóknarflokksins skuli hafa komizt svo undir amerísk
áhrif sem fylgið við Atlantshafsbandalagið og hersetan ber vott
um. Það var engin tilviljun að einmitt sá forustumaður Fram-
sóknar, sem helzt hafði það stolt og þjóðerniskennd til að bera,
sem er aðal íslenzkrar bændastéttar, Hermann Jónasson, skyldi
vera andvígur Keflavíkursamningnum og síðar Atlantshafsbanda-
laginu á sínum tíma. Afstaða hans þá var tvímælalaust að skapi
íslenzkra bænda. — En jafnframt var það táknrænt að einmitt
þeir Framsóknarforingjar, sem nátengdastir eru amerísku olíu-
og umboðsbraski Sambands-forustunnar, skuli vera einna ákveðn-
astir erindrekar amerískrar yfirdrottnunarstefnu á Islandi.
Hin mikla hætta fyrir íslenzkt þjóðerni og þjóðfrelsi liggur
einmitt í því að þessi spilta forusta Framsóknarflokksins reynir að
spilla íslenzkri bændastétt, reynir að sætta hana við hernám, reynir
að beygja stolt hennar, sefa ótta hennar, stinga samvizku hennar
svefnþorn. Þessi afturhaldssama forusta gerist erindreki amerísks
og reykvísks auðvalds, þegar hún ætti að gerast foringi og leið-
beinandi bænda í þjóðernis- og þjóðfrelsisbaráttu. — Samfara
aróðri þessa afturhalds, sem á að villa bændum sýn, breiðast svo
auglýsingaskilti amerísks auðvalds eins og brennimörk út um