Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 87
R É T T O R
87
þannig verðbólgu. í öðru lagi þjarmar of mikil og oft röng og
óhagsýn fjárfesting að lífskjörum launþega. Tafla sú, sem hér
er birt að framan, sýnir, hvernig fjárfestingin hefur vaxið á
kostnað neyzlu allra landsmanna. í þriðja lagi hefur svo frá 1948
til 1956 verið vanrækt að kaupa stórvirk framleiðslutæki til sjáv-
arútvegsins, og er enn ekki búið að bæta þjóðinni upp afleiðing-
ar þeirrar vanrækslu, þrátt fyrir viðleitni síðustu ára og starf
Alþýðubandalagsins á því sviði.
Jafnt ráðstafanir atvinnurekenda til þess að velta af sér kaup-
hækkunum yfir á almenning í hækkuðu vöruverði sem og ráð-
stafanir ríkisvalds og bæjarfélaga undanfarinn áratug til að auka
í sífellu álögur á almenning, bæði til aukinnar eyðslu og fjár-
festingar (taflan hér að ofan sýnir, hvernig álögur ríkis og bæja
vaxa á kostnað neyzlunnar) — eru höfuðundirrót verðbólgunnar
á íslandi.
Tilþess að kjör alþýðu fari raunverulega að batna og verðbólgan
sé stöðvuð þarf samfara baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir
bættum kjörum að fara skynsöm heildarstjórn á þjóðarbúskapn-
um, fyrst og fremst að því er varðar fjárfestingarstefnuna, þannig
að af framsýni sé ákveðið, hvaða atvinnugreinar skuli efla, í
hvaða hlutfalli og hvernig.
Það er tilgangur þessa frv. að stuðla að því, að svo verði gert.
Frumvörp_ sem farið hafa í sömu átt og þetta, hafa áður verið
flutt á Alþingi og sum orðið að lögum ,svo sem frv. um nýbygging-
arráð 1944.
Um skipun áætlunarráðs er eðlilegt að hafa þann hátt, að rikis-
stjórn skipi það að nýju að loknum hverjum kosningum, en geri
það í samráði við þingflokkana eða a. m. k. þannig, að þeir eigi
þar alli rfulltrúa. Má og hafa það svo, að þeir séu tilnefndir, en
nauðsynlegt er að tryggja hvorttveggja í senn: samheldni og sam-
ræmi í stjórn og aðgerðum áætlunarráðs annars vegar og eðlilega
samstarfshætti þess við ríkisstjórn, hver sem hún er, á hverjum
tíma.
Nánar um einstök atriði í framsöguræðu.