Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 108
108
R É T T U R
gegn atvinnuleysinu, þar sem raunverulega tókst að sameina meg-
inþorra verkalýðsins gegn andstöðu allra annarra pólitískra flokka,
þar með talið Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins, sem þá var
eitt og hið sama. Það urðu harðir árekstrar á þessu tímabili svo
að oft laust fylkingum saman í reglulegum bardögum, enda þótt
vopnabúnaðurinn væri frumstæður, barefli, grjót, vatnsslöngur
o. s. frv., en þó oftast berir hnúarnir. Á þessum árum voru fangels-
isdómar tíðir gegn forustumönnunum í þessari baráttu. Þeir voru
ekki margir forustumenn Kommúnistaflokksins, sem ekki fengu
fangelsisdóma og margir sátu í fangelsi lengri eða skemmri tíma.
Það var þessi barátta Kommúnistaflokksins, sem lagði grund-
völlinn að Sósíalistaflokknum eins og hann er í dag. Það var
oft barizt hart innan flokksins og við hrismm nú stundum höfuð-
ið yfir þeim deilumálum, sem þá voru uppi. En þetta voru vaxt-
arverkir mikillar hreyfingar. Okkur tókst að vernda flokkinn
fyrir innri hættum, þrátt fyrir allt, okkur tókst að losa okkur við
þá menn, er leitt hefðu flokkinn út í forað hentistefnunnar og
jafnframt að sigrast á einstrengingshætti og einangrunartilhneyg-
ingum bernskuskeiðsins. Við skuldum þeim mönnum, sem háðu
hina ómildu og fórnfreku barátm þessara ára, að við verndum
þann flokk, sem framar öllu er þeirra verk, Sósíalistaflokkinn,
eins og sjáaldur augans, verndum hann sem marxiskan flokk, sem
sé fær um að gegna forusmhlutverki í frelsisbarátm íslenzks verka-
lýðs, í barátmnni fyrir sósíalismanum.
Nokkru eftir sigur fasismans í Þýzkalandi tók alda samfylking-
ar að rísa víðsvegar um heim, en þó einkum eftir 7. þing Alþjóða-
sambands kommúnista árið 1935. Þá varð einnig mikil breyting
á baráttuaðferðum Kommúnistaflokks Islands. Það hefst nýr þátt-
ur í samfylkingarbarátmnni. Allt til þess hafði samfylkingin verið
takmörkuð við kjarabarátm verkamanna, það var samfylking
„neðan frá" undir forustu Kommúnistaflokksins í verkföllum og
atvinhuleysisbarátm. Nú tekur flokkurinn upp baráttu fyrir sam-
fylkingu við Alþýðuflokkinn sem heild og hin róttækari öfl Fram-
sóknarflokksins, fyrir verndun lýðræðisins gegn hinum fasisku
öflum, sem þá voru í sókn um allan hinn kapítaliska heim, en þó