Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 37
R É T T U R
37
iðjuvera, hefði ekki notið við. Og sveitin í kring hefði þá farið
sömu leiðina.
En nýsköpunin var stöðvuð 1947 af ameríska auðvaldinu, sem
hugðist nú stjórna efnahagsmálum íslands með aðstoð þeirra
manna, er ánetjuðust því. Og eyðing dreifbýlisins hófst á ný, —
að þessu sinni með stuðningi hernámsins og skipulögðum fólks-
flutningum suður á Miðnesheiði, burt frá allri hagnýtri fram-
Ieiðslu og skapandi þjóðnýtu starfi til þjónusm við Kanann og
dauðann. — „Hungur-göngur" sendinefndanna til Reykjavíkur
utan af landi, atvinnuástandið t. d. á Bíldudal og svo atvinnulevsið
í Reykjavík, sýndu hvert stefnt var með þeirri viðskiptastefnu
„amerísks frelsis", sem helmingaskiptastjórn íhalds og Framsókn-
ar tók upp með Marshall-„gjöfunum" og gengislækkuninni.
Sósíalistaflokkurinn setti með kosningastefnuskrá sinni 1953
fram nákvæma áætlun um hvernig afstýra skyldi þeirri eyðingu,
er vofði yfir landsfjórðungunum þremur, með skipulagðri upp-
byggingu eðlilegs atvinnulífs í þessum fjórðungum. En forsendur
fyrir því að hægt yrði að framkvæma slíka pólitík var að hægt
yrði að hnekkja þeirri afmrhaldspólitík, sem Reykjavíkurauð-
vald Ihalds og Framsóknar rak. 1955 tókst verkalýð Reykjavíkur
að hnekkja þessu Reykjavíkurauðvaldi í 6 vikna verkfallinu mikla
og með kosningasigrinum 1956 skapaðist möguleiki á samstarfi
verkalýðs og bænda — alþýðunnar í Reykjavík og í dreifbýlinu,
— til skipulegrar uppbyggingar um land allt og afnáms atvinnu-
leysisins.
Alþýðubandalaginu tókst í vinstri stjórninni að knýja fram
mikla breytingu á aðstöðu fólks í dreifbýlinu með útvegun nýrra
báta, uppkomu fiskiðjuvera o. s. frv. með þeim afleiðingum að
atvinnuleysinu var að mesm útrýmt. Og þessar miklu og öruggu
framfarir byggðust fyrst og fremst á hinum stórauknu mörkuðum
í löndum sósíalismans. I krafti þeirra jókst freðfiskframleiðslan
úr 30 þús. smálesmm 1952 upp í 75 þúsund smálestir 1958. Og
þessar framfarir urðu þó ekki væri staðið við þau loforð, er Al-
þýðubandalaginu voru gefin, um kaup á 15 nýjum stórum to.gur-
um né heldur við það loforð, er einnig hafði úrslitaþýðingu fyrir
dreifbýlið: að láta herinn fara.