Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 88
GOTFRED APPEL:
Sameignarhverfin í fíína
Með stofnun sameignarhverfanna (kommúnanna) hefst nýtt
framfaratímabil í sögu Kína. Hreyfing þessi hófst haustið 1957,
þegar uppskeran var komin í hlöðu og hinar 500 milljónir bænda
og búaliðs sneru sér að því, að stækka og endurbæta þúsund ára
gamalt kerfi áveituskurða og -tjama.
Vatnið hefur alltaf verið stærsta vandamál og viðfangsefni
kínverskra bænda. Ýmist var það of mikið eða of lítið Á stórum
svæðum hins víðlenda ríkis kemur stundum ekki dropi úr lofti
á allt að hálfum vaxtartíma nytjajurtanna og þegar svo rigningin
kemur, þá steypist yfir jörðina sem nemur margra mánaða meðal-
úrkomu á nokkrum dögum. Afleiðingin hefur alltaf orðið sú að
ár og lækir bólgnuðu upp, flæddu yfir bakka sína og skoluðu með
sér jarðvegi og gróðri. í aldaraðir hafa fljótin miklu, sem grafið
hafa sér farvegi í hina frjósömu norðurkínversku sléttu, flætt
yfir bakka sína öðru hvoru og valdið tjóni og skelfingum. Flóð
þessi hafa eyðilagt eljuverk kynslóða við framræslu- og áveitu-
mannvirki, svipt með sér húsum og þorpum og skilið við landið
sem flag. Milljónir manna drukknuðu eða létu lífið í hungurs-
neyðum, sem komu í kjölfarið.
Haustið 1957 var hafin ný og voldug sókn gegn þurrkum og
flóðum. Á árunum frá 1940 hafði með miklum átökum, sem studd
voru og skipulögð af alþýðustjórninni, tekizt að hemja svo þau
fljót, sem mest ógn stóð af, að afstýrt varð stórsköðum. Og nú
fóru bændurnir fyrir alvöru að færa sér þetta í nyt. Milljónir
manna hófust handa að grafa brunna, búa til tjarnir og vatns-
uppistöður, grafa skurði og byggja dælustöðvar.
Á tímabilinu frá október 1957 til september 1958 komu kín-
verskir bændur upp góðum og varanlegum áveitum á stærri
svæðum en á síðustu 4—5 þúsundum ára. Nú hefur langtum meir
en helmingi ræktaðs lands verið tryggt vatn frá áveitum og með
framkvæmd þeirra áætlana, stórra og smárra sem nú er unnið
að, verður næsta haust búið að tryggja 90% akurlendis gegn
þurrkum. Samhliða þessari sókn, sem ekki á sér líka í sögunni,
hefur í fyrsta sinn tekizt á árangursríkann hátt að hefta upp-
blástur á svæðum, sem nema 300 þús ferkílómetrum. (ísland er