Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 19
II E T T U B
19
strikun 15 vísitölustiga framvegis. Áður hafði Framsókn neitað
að standa við skuldbindingar stjórnarsáttmálans um að láta ame-
ríska herinn fara af landi burt.
Framsóknarflokkurinn hefur þannig rofið heit sín og sáttmála
bæði við verkalýðshreyfingu og þjóðfrelsishreyfingu Islands.
Það er nauðsynlegt fyrir alþýðu Islands að átta sig á því til
fulls hverjar eru hinar þjóðfélagslegu orsakir þess að Framsókn-
arflokkurinn skuli koma þannig fram. Verkalýðshreyfing Islands
hafði á því mikinn áhuga og átti mikið undir því að tilraun sú,
sem gerð var með myndun vinstri stjórnar 1956 gæti tekizt.
Eg gerði í áður nefndri grein í „Rétti" 1957, nokkra grein fyrir
því, hvaða vonir verkalýðurinn tengdi við þá stjórnarmyndun og
hvaða skilyrði væru til þess að þær gætu rætzt.
Nú skal reynt að skýra þjóðfélagslega undirrót þess að Fram-
sóknarflokkurinn hefur brugðizt þessum vonum alþýðunnar og
rofið stjórnarsamstarfið í stað þess að reyna að gera það róttækara
og betra.
I. Auðvaldsáhrifin í Framsóknarflokknum
Fyrsta og höfuðástœðan er sú að auðvaldsáhrif eru orðin svo
sterk í Framsóknarflokknum, að þegar til kastanna kemur um
það á hvers kostnað skuli leysa efnahagsleg vandamál: á kostnað
alþýðunnar eða á kostnað auðvaldsins og ríkisbáknsins, og með
því að draga úr óreiðunni og glundroðanum í þjóðarbúskapnum,
þá telur forusta Framsóknar sjálfsagt að það sé alþýðan sem fórni.
Þessvegna er krafan um allherjarlaunalækkun hjá verkalýðnum
um 8% gerð að úrslitaskilyrði. Um afnám eða minnkun á gróða
auðvaldsins, niðurskurð í ríkisbákninu og óhagsýnni fjárfestingu
eða umskipulagningu í þjóðarbúskapnum til stórsparnaðar var
hinsvegar ekki að ræða.
Hið gamla húsráð afturhaldsins: launalækkun hjá verkalýðn-
um, var eina ráðið ,sem Framsókn sá. Svo var og 1938, er hún sleit
samvinnunni við Alþýðuflokkinn, með því að samþykkja með
Ihaldinu gerðardóm í vinnudeilum sjómanna, eða 1942, er hún
setti gerðardómslögin alræmdu með Ihaldinu og rak þar með AI-
þýðuflokkinn út úr „þjóðstjórninni".