Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 70
70
R É T T U R
fætur öðru, til þess að tryggja „heilbrigðan“ rekstur og
„frelsi“ (hverfa burt frá þeim „sósíalisma", sem Birgir
Kjaran kveður Island vera svo nálægt í umræddri ræðu).
Ef hina verðandi auðmenn skyldi vanta fé, til þess að
borga þau fyrirtæki ríkis og bæja, sem þeir vilja kaupa,
þá myndi vafalaust „viðreisnarstjóm“ í ríkisbönkunum
vera reiðubúin að lána þeim slíkt fé. Sérfræðingum Morg-
úr því að benda þeim á þá leið.
unblaðsins í efnahagsmálum yrði vafalaust ekki skotaskuld
Síðan, þegar búið væri að semja um afsal eignanna, væri
hægt að fella gengið. Seðlabankinn gæti séð um það. Þar
með væri búið að lækka skuldina stórum í verði, en hækka
eignina að sama skapi. Slíkt myndi ýta undir „heilbrigðan,"
„frjálsan" rekstur, — jafnvel enn betur en velheppnaður
innbrotsþjófnaður í ríkan banka.
Skyldi einhverjum finnast svona hugmyndir of reifara-
kenndar, þá er bezt fyrir viðkomandi að íhuga að þetta er
einmitt sú pólitík, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn hafa rekið hér um áratugi: Þeir hafa bitizt
um að ráða ríkisbönkunum og lánunum úr þeim, þeir hafa
ýmist slegizt eða sætzt á heimingaskipti á ránsfengnum,
— samábyrgðin á spillingunni, sameiginleg misnotkun
á fé þjóðarinnar og almennings, dregur þá saman, þrátt
fyrir allan fjandskap og afbrýðissemi, — þeir semja um
að láta voldugar klíkur nota sig sem þjófalykil að þjóðar-
eignunum, þeir lána og lána í vitleysu, — hæla sér af fram-
kvæmdum fjárfestingarinnar, skammast yfir óábyrgri út-
lánastarfsemi bankanna!, — fella svo gengið, fella þannig
lánin og hækka fasteignirnar, skammast síðan yfir verð-
bólgu og segja hana stórhættulega, — heimta svo aftur
gengið fellt og verðbólguna þannig aftur stóraukna, ■—
eru báðir sammála um þetta og segja voðann vofa yfir
þjóðinni, ef hún sigri!!!
Hræsni þessara flokka þekkir engin takmörk. Þeir munu
treysta á það til hinstu stundar að þjóðin sjái ekki í gegn-
um þennan sjónhverfingaleik, þar sem verið er að stela