Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 101
R É T T U R
101
ustu og fylgi verkafólksins skiptist á milli þeirra, fleiri fylgdu þó
Sjálfstæðismönnum. Með framboði verkalýðsfélaganna við bæj-
arstjórnarkosningar í Reykjavík 1915 og stofnun Alþýðusam-
bandsins breyttist þetta. Grundvöllur flokkaskiptingarinnar er nú
ekki lengur eingöngu afstaðan til Dana, heldur stéttaskiptingin
á Islandi. Eftir að Island fékk sjálfstæði með konungssambandi
við Dani 1918 riðlaðist hin gamla flokkaskipting. Það koma upp
þrír flokkar: Flokkur borgarastéttarinnar, Ihaldsflokkurinn, sem
síðar tók upp nafnið Sjálfstæðisflokkur, flokkur bænda, Fram-
sóknarflckkurinn, sem studdist við samvinnuhreyfinguna, er þró-
ast hafði í sveitunum samhliða verkalýðssamtökunum í bæjunum
og Alþýðuflokkurinn, sem var samband verkalýðsfélaga og stjórn-
málaflokkur í senn.
Alþýðusambandið hafði þegar frá upphafi sósíalisma á stefnu-
skrá sinni. I lögum þeim, sem samþykkt voru á stofnþinginu segir
að tilgangur sambandsins sé að koma á samstarfi meðal íslenzks
alþýðufólks, er reist sé á grundvelli sósíalismans og miði að því
að efla hag alþýðu.
I Alþýðusambandinu voru í fyrstu aðeins verkalýðsfélög. Síðar
koma jafnaðarmannafélög til sögunnar og hafa þar jafnan rétt.
Fyrsta jafnaðarmannafélagið var stofnað í Reykjavík. I greinargerð,
sem gefin var út af sambandinu segir að Alþýðuflokkurinn tákni
þá hliðina á sambandi verkalýðsfélaganna, er snúi að stjórnmálum.
En árið eftir gerðust mikil tíðindi, byltingin mikla í Rússlandi
1917, atburður sem breytti veröldinni og hafði þegar x upphafi
einnig gagnger áhrif á hina pólitísku þróun á íslandi.
Alþýðusambandið átti að vera hvorttveggja í senn: Verkalýðs-
samband og pólitískur flokkur. Og þó var aðaláherzlan lögð á
stjórnmálin. Það Iætur að líkum, að þessi flokkur átti sér enga
heilsteypta fræðikenningu. Ýmsir helzm forustumennirnir, sem
nú fara að láta til sín taka, höfðu mótazt í Danmörku á blóma-
skeiði sósíaldemókratismans. Og það setti brátt svip sinn á hinn
nýja flokk. En með Októberbyltingunni í Rússlandi kemur nýtt
til sögunnar. Ahrif hennar verða mest meðal hinna yngri manna,
ekki sízt ungra menntamanna, sem nánust tengsl höfðu við verka-
Iýðshreyfinguna. Það urðu fljótlega hörð átök um afstöðuna til