Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 106
106
RÉTTDR
lýðshreyfingin verði að búa sig undir að mæta henni. í þriðja
tölublaðinu var birt ávarp frá verkalýðssamböndum Norðurlands
og Vestfjarða, þar sem þess er krafizt að öllum verkalýðsfélögum
á landinu, innan og utan Alþýðusambandsins, verði boðið að senda
fulltrúa á verkalýðsráðstefnuna þá um haustið, að ráðstefnan
ákveði sjálf dagskrá sína og að stofnað verði verkalýðssamband
með öllum verkalýðsfélögum á landinu, óháð Alþýðuflokknum.
I þessu blaði var lögð áherzla á, að eins og sakir stæðu væri
tvennt nauðsynlegt fyrir íslenzka verkalýðshreyfingu: Stofnun
óháðs verkalýðssambands og stofnun kommúnistaflokks. Þetta
væri nauðsyn einmitt til þes að treysta einingu verkalýðshreyfing-
arinnar, þrátt fyrir hinn pólitíska ágreining, og forða henni frá
hættum sundrungarinnar. Hinn pólitíski klofningur verkalýðs-
hreyfingarinnar væri þegar orðinn staðreynd og þessvegna væri
eðlilegt að kommúnistar hefðu samtök með sér. En einingu
stéttarsamtakanna yrði að varðveita, þrátt fyrir það, sem á mill'
bæri í stjórnmálunum.
Verkalýðsráðstefnan felldi tillöguna um stofnun óháðs verka-
Iýðssambands. Litlu síðar kom þing Alþýðusambandsins saman.
Ástandið í hinum pólitísku samtökum var þá þannig, að jafn-
aðarmannafélaginu Spörm var neitað um upptöku í Alþýðusam-
bandið og öðru jafnaðarmannafélagi þar sem kommúnistar voru
í meirihluta hafði verið vikið úr sambandinu, en sósíaldemókratiskt
klofningsfélag tekið í staðinn. f september höfðu kommúnistar
orðið í meirihluta í Sambandi ungra jafnaðarmanna. Sósíaldemó-
kratar svöruðu með því að kljúfa sambandið.
A þingi Alþýðusambandsins urðu miklar deilur. Sósíaldemó-
kratar Iýsm yfir því, að kommúnistar fái ekki að skrifa í blöð
sambandsins. Felld var tillaga um að ganga úr alþjóðasambandi
sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar höfðu þegar klofið æskulýðs-
hreyfinguna og hafið klofning hinna pólitísku samtaka. Þegar sýnt
var hvert stefndi og séð var að ekki var unnt að komast að sam-
komulagi, lýsti hópur þingfulltrúa vantrausti sínu á stjórn Alþýðu-
sambandsins. Sama dag var Kommúnistaflokkur íslands stofnaður
29. nóv. 1930. Hin sósíaldemókratiski meirihluti á þingi Alþýðu-
sambandsins svaraði með því að breyta lögum sambandsins þannig,