Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 123
RÉTTUE
123
lifa dauðastríð auðvaldsins af, — eða vera til sem fslenzk
þjóð.
Verði herstöðvar ameríska auðvaldsins áfram hér á
landi og þau hrynjandi stórveldi auðsins, sem svarizt hafa
í Atlantshafsbandalag til verndar nýlendudrottnun sinni
og alþýðukúgun allri, hefji stríð, þá vofir sú hætta yfir
oss að þjóð vor verði líkamlega þurkuð út. Allt tal um
„vörn“ Xslands er lífshættuleg blekking. Baráttan fyrir því
að koma hernum burtu, leggja niður herstöðvarnar og
eyðileggja allt, sem þar hefur hernaðarlegt gildi og fá
Island út úr Atlantshafsbandalaginu, er því barátta um
líf eða dauða þjóðar vorrar, ef til styrjaldar kemur.
Auðvitað verður það einn þáttur í sjálfstæðisbaráttu
vorri, meðan þessu marki ekki er náð, að vinna af fremsta
megni að friði í heiminum, batnandi samskiptum þjóða,
auknum viðskiptum þeirra og þá alveg sérstaklega þjóða
þeirra, er búa við sósíalisma annarsvegar og auðvaldsskipu-
lag hinsvegar.
En einnig þótt friður haldist, mun baráttan um sál þjóð-
ar vorrar, baráttan um að varðveita þjóðerni vort með
þess dýrmætu séreinkennum, halda áfram. Þjóðerni vort,
sjálfstæði, lífskjör vor og allt, sem einkennt hefur oss sem
þjóð, mun verða í áframhaldandi hættu. Og sú hætta fylgir
ekki aðeins herstöðvunum, þótt þær séu illar. Þótt oss
tækist að koma bæði hernum og herstöðvunum burtu,
myndi amerískt auðvald reyna að komast hér inn sem
auðmagn í stóriðju, til þess að ná tökum á efnahagslífi
voru, síðan á stjómmálalífinu og að lokum ná herstöðvum
á nýjan leik.
1 þessari sjálfstæðisbaráttu vorri, ríður því lífið á að
vera á verði á öllum sviðum, — hafa yfirsýn yfir allan vig-
völlinn, þar sem óvinur þjóðar vorrar, ameríska auðvaldið,
sækir á í hinum ólíkustu fylkingum, sem öllum er stefnt
að sama marki: leggja undir sig Island og íslenzka þjóð.
Þetta vopnlausa varnarstríð Islands gagnvart ameríska
auðvaldinu, mun halda áfram meðan ameríska auðvaldið