Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 66
66
R É T T U R
um frjáls viðskipti er hinum voldugu auðhringum hinna
gömlu grónu stórvelda í hag. Þessvegna beita amerískir
og aðrir auðhringar eigi aðeins sprenglærðum skóla-spek-
ingum sínum til að boða þennan stjórnleysis-boðskap 1 við-
skiptum, heldur og öllum áhrifum sínum á fjármálasvið-
inu, í bankaviðskiptum og milliríkjaverzlun, til þess að
knýja aðrar og smærri þjóðir til að viðhalda því gamal-
dags samkeppnisskipulagi -hjá sér, sem þessi auðvaldsstór-
veldi sjálf hafa löngu útrýmt í sínu heimalandi með því
að koma þar á hinu risavaxna einokunarbákni auðhringa
nútímans.
En það er engin ástæða til þess fyrir íslenzkan þjóðar-
búskap að láta blekkja sig, villa eða hræða inn á þessa
stefnu. Hún er eigi aðeins þveröfug við hagsmuni íslenzkr-
ar alþýðu, heldur og íslenzkra atvinnurekenda, alls íslenzks
atvinnulífs. Hún gerir ekkert nema greiða götu auðhring-
anna inn á íslenzkt athafnasvið með þeirri hættu að troða
íslenzkan atvinnurekstur undir og trampa efnahagslegt
sjálfstæði Islands niður í svaðið.
• Alræðisboðskapur braskaravaldsins.
Það þarf enginn heiðarlegur atvinnurekandi, sem vill
vinna þjóð sinni gagn með því að auka og endurbæta fram-
leiðslukerfi hennar, að láta telja sér trú um að þessi stefna
sé þeim í hag. Þessi stefna er ósvífin, grímulaus kúgunar-
stefna ófyrirleitinna braskara, sem stefna að því einu að
klófesta ríkisvaldið, til þess að maka krókinn á kostnað
verkalýðs og millistétta, — og þar með einnig þeirra
smærri atvinnurekenda, sem engin sérréttindi fengju um
lán o. fi.
Skal nú boðskapur þessa braskaravalds rakinn, nánar
leið fyrir lið eins og boðberarnir hugsa sér hann fram-
kvæmdann í einstökum atriðum:
1. Seðlabankinn á að skrá gengið. Aðalhagfræðingur
braskarastefnunnar í Sjálfstæðisflokknum, Birgir Kjaran,