Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 130
130
R É T T U h
En hvorki flokkar kommúuista né nokkurt hinna sósíalistisku
landa hafa nokkra hvöt né ástæðu til að fara með ófrið á hendur
nokkurri þjóð eða ásælast annarra lönd. Bæði Ráðstjórnarríkin
og Kínverska alþýðulýðveldið hafa yfir víðáttum lands og ógrynni
náttúruauðæfa að ráða. í sósíalistísku löndunum eru ekki til nein-
ar þær stéttir né þjóðfélagsheildir, er hag gætu haft af Btyrjöld.
Valdið er í höndum verkamanna og bænda, þeirra aðila, sem
allar styrjaldir hafa jafnan mætt mest á. Hvernig er hægt að
ímynda sér, að þeir æski nýrrar styrjaldar? Markmið kommúnista
er að stofna nýtt þjóðfélag, er tryggi allsherjar velmegun, gróandi
þjóðlíf og frið með öllum þjóðum um alla framtíð. Til þess að
staðfesta þetta þjóðfélagsskipulag í löndum sósíalismans þarfnast
þeir öruggs friðar. Það eru því ekki til staðfastari andstæðingar
styrjalda né öruggari friðarsinnar en kommúnistar!
Sósíalistísku löndin ætla sér ekki að þröngva þjóðfélagsskipu-
lagi sínu né stjórnmálakerfi upp á nokkra þjóð nokkurs annars
lands. Það er sannfæring þeirra, að sósíalisminn hljóti að bera
sigur af hólmi, en hins vegar er þeim ljóst, að sósíalisminn verður
ekki knúin fram með erlendu valdboði, heldur hlýtur hann að
verða árangur þeirrar baráttu, sem verklýðsstéttin og önnur fram-
faraöfl heyja í hverju landi um sig. Þess vegna er sósíalistísku
ríkjunum það ekkert áhugamál að hlutast til um innanlandsmál-
efni annarra landa, svo sem þau munu ekki heldur þola annarra
íhlutun um sín eigin málefni. Sú staðhæfing, að sósíalistísku ríkin
séu heimsfriðinum hættuleg og ætli sér að þröngva skipulagi
sínu upp á aðrar þjóðir, er því ekkert annað en tilraun að villa
um fyrir þeim, sem æskja friðar í raun og veru. Til þess að friður
megi varðveitast, verða allir sannir friðarsinnar að taka höndum
saman, auka árvekni sína gagnvart ráðabruggi stríðsaflanna og
gera sér ljóst, að það er þeirra heilög skylda að efla baráttuna
fyrir varðveizlu friðarins, sem óneitanlega er í hættu.
Vér útgefendur þessa ávarps lýsum yfir því, að oss liggur vel-
ferð allra þjóða heims á hjarta, og óskir vorar þeim til handa
eru þær, að þeim megi hlotnast framfarir og hamingjusæl fram
tíð. Og vér beinum eftirfarandi áskorun
til karla og kvenna,
verkamanna og bænda,
vísindamanna og listamanna,
kennara og skrifstofumanna,
æskulýðsins,
þandiðnaðarmanna, verzlunarmanna og iðnrekenda,
sósíalista, lýðræðissinna og frjálslyndra,
allra manna, án tillits til stjórnmálastefnu eða trúarbragða,