Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 134
134
RÉTTtlR
munu sjálfir leggja mat á þau sjónarmið, er fram koma í yfir-
lýsingunni, og ráða við s:g, hvernig snúast skuli við þeim.
I.
Höfuðeinkenni vorra tíma er breytingin frá auðvaldsskipulagi
til sósíalisma, sem fram er að fara og hófst með októberbylting-
unni miklu í Rússlandi. Nú þegar er svo komið, að meira en þriðj-
ungur mannkynsins hefur kosið sér að feta braut sósíalismans til
nýrrar tilveru, en það eru rúmlega 950 milljónir manna. Sá gífur-
legi vöxtur, sem öfl sósíalismans hafa átt að fagna, hefur ýtt undir
hraðvaxandi þjóðernishreyfingu gegn heimsveldisstefnunni, síðan
styrjöldinni lauk. Á síðastliðnum 12 árum hefur ekki einungis
Kínverska alþýðulýðveldið komið til sögunnar, heldur og alþýðu-
veldin, Víetnam og Kórea, og hafa þar meira en 700 milljónir
manna velt af sér oki nýlendukúgunarinnar og stofnsett sjálfstæð
ríki í löndum sínum. Þjóðir í nýlendum og öðrum þeim löndum,
sem enn eru ósjálfstæð og undirokuð, færast nú í aukana í þjóð-
frelsisbaráttu sinni. Efling sósíalismans og þjóðfrelsishreyfingar-
innar hefur orðið til þess að hraða um allan helming upplausn
heimsvaldastefnunnar. Að því er meiri hluta mannkynsins varðar,
hefur heimsvaldastefnan nú verið svipt þeim völdum, er hún
hafði um eitt skeið. í heimalöndum heimsvaldastefnunnar er
þjóðfélagið margklofið af stéttaandstæðum, svo og andstæðum
þessara landa sín í milli, en verklýðsstéttin veitir yfirráðastefnu
heimsveldanna og einokunarauðvaldsins æ öflugra viðnám, jafn-
framt því er hún berst fyrir bættum lífskjörum, lýðréttindum,
friði og sósíalisma.
Samkeppni tveggja andstæðra þjóðskipulagskerfa, gangur
hennar og útkoma, er það, sem ræður heimsþróuninni á vorum
dögum. Á undanförnum fjörutíu árum hefur sósíalisminn sýnt
það og sannað, að hann er þjóðfélagsskipulag miklu æðra auð-
valdsskipulaginu. Þróunarhraði framleiðsluaflanna í sósíalistísku
skipulagi hefur reynzt meiri en dæmi eru til í skipulagi auðvalds-
ins og meiri en auðvaldsskipulag gæti komið til leiðar. Sósialism-
in hefur tryggt hinum vinnandi fjölda síbatnandi iífskjör og
menningarskilyrði. Framfarir Ráðstjórnarríkjanna í efnahagsmál-
um, vísindum og tækni svo og árangur sá, er hin sósíalistísku ríkin
hafa náð í framkvæmd sósíalismans, éru fullgildir vitnis-
burðir um lífskraft sósíalismans. í löndum sósíalismans nýtur
verklýðsfjöldinn raunverulegs frelsis og lýðréttinda. Alþýðuvöld
tryggja stjórnmálaeiningu fjöidans, jafnræði og vináttu þjóða
í milli og utanríkismálastefnu, sem að því beinist að varðveita
frið um allan heim og styðja hinar undirokuðu þjóðir í frelsis-