Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 119
R É T T U R
119
beygja Islendinga til langframa undir slík bönn erlendra
drottna og sú hefur einnig reynslan orðið enn. Þótt til séu
að vísu áfram steinrunnir afturhaldsmenn í öllum borgara-
flokkunum, er enn trúa á mátt bannfæringarinnar og vilja
viðhalda banninu, þá er þó bannfæringarregla áranna 1947
—’56 brotin á bak aftur og engin forusta stjórnmálaflokka
á Islandi aðhyllist hana sem ófrávíkjanlega reglu lengur.
— Ameríska auðvaldið hefur beðið þennan ósigur á íslandi
einu allra Atlantshafsbandalagsríkjanna. — En fjarri fer
því að hið volduga, ameríska auðvald gefist upp við þennan
ósigur. Það leggur nú þvert á móti til atlögu 1 öllum flokk-
unum þremur til þess að styrkja tök sín og hef ja sitt kalda
stríð gegn íslenzkri alþýðu og forustu hennar og bandalagi
að nýju.
Á efnahagssviðinu eiga jafnvel allra örlagaríkustu átök
íslenzkrar alþýðu við ameríska auðvaldið sér stað. Á því
sviði gengur öll viðleitni ameríska auðvaldsins út á það
að eyðileggja sjálfstæðan efnahagsgrundvöll vorn, en gera
oss Islendinga háða sér fjárhagslega. Viðleitni þjóðar
vorrar hlýtur — andstætt þessu — að miðast við að treysta
efnahagslegt sjálfstæði vort, en það þýðir annarsvegar
efla svo eðlilega bjargræðisvegi vora að vér getum af
þeim lifað, en hinsvegar tryggja svo vel markaði fyrir
vörur vorar, að vér séum amerísku auðvaldi óháðir.
Nýsköpunarstefnan hafði á árinum 1944—’47 lagt
grundvöll að efnahagslegu sjálfstæði landsins með hinum
miklu kaupum togara, báta og hverskonar framleiðslu-
tækja, — Eftir að amerískt auðvald náði tangarhaldi á
íslenzku efnahagslífi með Marshallstefnunni 1948, hindraði
ameríska auðvaldið eftir mætti öll kaup á nýjum togurum,
barðist yfirleitt gegn allri verulegri eflingu sjávarútvegs-
ins.* Meðan íslenzkir stjórnmálaflokkar fóru að þess ráðum
1949—’56, voru því engir togarar keyptir til aukningar
* Þetta kom ef til vill ljósast fram, er Ameríkanar neituðu um
Marshall-lán til togaranna 10, er keyptir voru 1947.