Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 141
RÉTTUR
141
ans á réttan hátt hinum sérstöku skilyrðum hvers lands og hverr-
ar þjóðar um sig. Ef flokkur verkalýðsins vanrækir að gefa gaum
þessum þjóðlegu sérkennum, hlýtur hann óhjákvæmilega að
fjarlægjast sjálfan raunveruleikann og málstað fjöldans, sósíal-
ismanum til skaðsemdar. En hitt er líka alveg eins skaðlegt mál-
stað sósíalismans, að gera of mikið úr þessum sérkennum og víkja
af vegi áður nefndra sanninda marxismans um hina sósíalistísku
byltingu og framkvæmd sósíalismans, undir yfirskini þess, að
þjóðlegar sérstæður krefjist slíks. Hluttakendur þessa fundar telja,
að berjast beri jöfnum höndum móti báðum þessum tilhneiging-
um. Kommúnistaflokkar og verklýðsflokkar sósíalistísku land-
anna skyldu gera sér far um að tengja hin almennu sannindi
marxismans þörfum byltingarinnar og framkvæmdar sósíalism-
ans í löndum sínum, en jafnframt læra hver af öðrum og miðla
hver öðrum af reynslu sinni. Kenning marxismans tekur hvort-
tveggja til greina jöfnum höndum, — hin almennu lögmál varð-
andi framkvæmd sósíalismans, er sannprófuð hafa verið í eldraun
veruleikans, og hin sérstöku skilyrði mismunandi landa, sem
krefjast mismunandi forma og aðferða í framkvæmd sósíalismans.
Kenning marxisma og lenínisma grundvallast á hinni díalekt-
ísku efnishyggju. Þessi heimsskoðun endurspeglar hin almennu
lögmál um þróun náttúrunnar, þjóðfélagsins og mannlegrar hugs-
unar. Gildi hennar tekur jafnt til nútíðar sem fortíðar og fram-
tíðar. Andstæða díalektískrar efnishyggju er frumspeki og hug-
hyggja. Ef hinum marxistíska stjórnmálaflokki láðist að grund-
valla afstöðu sína til viðfangsefnanna á díalektík og efnishyggju,
þá hlytu niðustöður hans að verða einhliða og óraunhæfar, afleið-
ingin yrði stöðnun í hugsun, einangrun frá staðreyndum lífsins,
missir hæfileikans til að skilja og skilgreina hluti og fyrirbæri,
villur í anda kreddutrúar og endurskoðunarstefnu svo og stjórn-
málavillur. Kommúnistaflokkum og verklýðsflokkum ber að
leggja rækt við að hagnýta díalektíska efnishyggju í öllu starfi
sínu og þroska flokksstarfslið og fjöldann sjálfan í anda marxisma
og lenínisma.
Sérstaklega mikilsvert nú á tímum er það, að hert sé baráttan
gegn hentistefnuhneigð innan verklýðsstéttarinnar og hinnar
kommúnistisku hreyfingar. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að
sigrast á endurskoðunarhneigð og kreddutrú innan kommúnista-
flokka og verklýðsflokka. Þetta eru alþjóðleg fyrirbæri innan
hreyfingar verkalýðs og kommúnisma nú eins og fyrrum. Kreddu-
trú og einangrunarstefna hamla framþróun hinnar marxistísku
kenningar og raunhæfri hagnýtingu hennar samkvæmt breyttum
aðstæðum, svo að í staðinn fyrir hlutlæga rannsókn aðstæðnanna