Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 113
EÉTTUK
113
er skammt stórra högga á milli. Innganga íslands í Atlantshafs-
bandalagið 1949 og nýr samningur við Bandaríkin um ódul-
búna herstöð 1951, sá samningur, sem gildir enn í dag.
Við erum vanir að kenna efnahagsstefnu þessara ára við Marsh-
all. Arangur þeirrar stefnu var sá, að þegar aðstoðinni lauk mátti
heita að hrun vofði yfir íslenzkum atvinnuvegum, enda þótt það
tækist að lækka kaupmátt launa allt að 25% miðað við 1947.
Gengi íslenzku krónunnar var lækkað um ca. 43% árið 1950 en
áður höfðu innflutningstollar verið hækkaðir gífurlega. Markað-
ur fyrir frystan fisk í Bretlandi var gersamlega úr sögunni og
síðar settu Bretar líka bann á íslenzkan togarafisk, vegna nýrra
landhelgislaga. A miðju árinu 1953 lágu 27 togarar bundnir í
höfn og mörg hraðfrystihús voru lokuð langtímum saman. I 6
ár höfðu engin viðskipti verið við Sovétríkin. Þá voru gerðir
nýir samningar við Sovétríkin og nú tók aftur að rofa nokkuð til.
Margar launadeilur voru háðar á þessum árum. Arið 1955 varð
stórverkfall, sem stóð í 6 vikur og lauk með sigri, 10% kaup-
hækkun og fyrirheiti ríkisstjórnarinnar um að setja lög um at-
vinnuleysistryggingar. Þessi sigur vannst ekki sízt vegna þess að
samkomulag hafði tekizt með sósíalistum og vinstri Alþýðuflokks-
mönnum í Alþýðusambandinu og þeir höfðu nú sameiginlegan
meirihluta í stjórn þess. Öll þessi ár hafði Sósíalistaflokkurinn lagt
mikla áherzlu á að ná samvinnu við Alþýðuflokksmenn, einkum
í verkalýðshreyfingunni og samfylkingarstefnunni óx stöðugt
fylgi. Einn af helztu forustumönnum samfylkingarinnar í Alþýðu-
flokknum, Hannibal Valdimarsson, var um skeið formaður flokks-
ins og ritstjóri flokksblaðsins og túlkaði stefnu einingarinnar í
blaði sínu. Hægri mönnum tókst að ná meirihluta á flokksþing-
inu 1954 og Hannibal Valdimarsson og helztu samstarfsmenn
hans voru reknir úr flokknum. Eftir það komu þeir sér upp sjálf-
stæðum samtökum, sem beitm sér fyrir samstarfi vinstri flokkanna.
A þessum afturhaldsárum var mjög vaxandi skilningur meðal
verkamanna á því, að launabaráttan væri ekki einhlít heldur yrði
einnig pólitísk barátta að koma til. Ríkisvaldinu var beitt í stétta-
baráttunni jafnvel opinskár en víðast annarsstaðar, enda er sam-
fléttun ríkisvaldsins og kapítalismans óvíða slík sem á Islandi.