Réttur


Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 113

Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 113
EÉTTUK 113 er skammt stórra högga á milli. Innganga íslands í Atlantshafs- bandalagið 1949 og nýr samningur við Bandaríkin um ódul- búna herstöð 1951, sá samningur, sem gildir enn í dag. Við erum vanir að kenna efnahagsstefnu þessara ára við Marsh- all. Arangur þeirrar stefnu var sá, að þegar aðstoðinni lauk mátti heita að hrun vofði yfir íslenzkum atvinnuvegum, enda þótt það tækist að lækka kaupmátt launa allt að 25% miðað við 1947. Gengi íslenzku krónunnar var lækkað um ca. 43% árið 1950 en áður höfðu innflutningstollar verið hækkaðir gífurlega. Markað- ur fyrir frystan fisk í Bretlandi var gersamlega úr sögunni og síðar settu Bretar líka bann á íslenzkan togarafisk, vegna nýrra landhelgislaga. A miðju árinu 1953 lágu 27 togarar bundnir í höfn og mörg hraðfrystihús voru lokuð langtímum saman. I 6 ár höfðu engin viðskipti verið við Sovétríkin. Þá voru gerðir nýir samningar við Sovétríkin og nú tók aftur að rofa nokkuð til. Margar launadeilur voru háðar á þessum árum. Arið 1955 varð stórverkfall, sem stóð í 6 vikur og lauk með sigri, 10% kaup- hækkun og fyrirheiti ríkisstjórnarinnar um að setja lög um at- vinnuleysistryggingar. Þessi sigur vannst ekki sízt vegna þess að samkomulag hafði tekizt með sósíalistum og vinstri Alþýðuflokks- mönnum í Alþýðusambandinu og þeir höfðu nú sameiginlegan meirihluta í stjórn þess. Öll þessi ár hafði Sósíalistaflokkurinn lagt mikla áherzlu á að ná samvinnu við Alþýðuflokksmenn, einkum í verkalýðshreyfingunni og samfylkingarstefnunni óx stöðugt fylgi. Einn af helztu forustumönnum samfylkingarinnar í Alþýðu- flokknum, Hannibal Valdimarsson, var um skeið formaður flokks- ins og ritstjóri flokksblaðsins og túlkaði stefnu einingarinnar í blaði sínu. Hægri mönnum tókst að ná meirihluta á flokksþing- inu 1954 og Hannibal Valdimarsson og helztu samstarfsmenn hans voru reknir úr flokknum. Eftir það komu þeir sér upp sjálf- stæðum samtökum, sem beitm sér fyrir samstarfi vinstri flokkanna. A þessum afturhaldsárum var mjög vaxandi skilningur meðal verkamanna á því, að launabaráttan væri ekki einhlít heldur yrði einnig pólitísk barátta að koma til. Ríkisvaldinu var beitt í stétta- baráttunni jafnvel opinskár en víðast annarsstaðar, enda er sam- fléttun ríkisvaldsins og kapítalismans óvíða slík sem á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.