Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 25
R É T T U R
25
leiðslu með því að hækka verð landbúnaðarvaranna, sem síðan
hlýtur að leiða til verðbólgu og mótaðgerða.
Það er því í hag hvers einstaks bónda sem vinnandi manns að
tryggja örugga, jafna, heilbrigða þróun landbúnaðarins jafnt sem
annarra atvinnuvega, þar sem miðað er við innbyrðis samræmi
um markaði og hagsmuni fólksins. Og slíkt verður aðeins gert
með heildarstjórn á þjóðarbúskapnum samkvæmt fyrirfram gerð-
um áætlunum.
Afmrhaldið í Framsóknarflokknum hefur hinsvegar alltaf stað-
ið á móti hverskonar áætlunarbúskap eða því sem eitthvað miðaði
í þá átt. Þetta afturhald hefur aðhyllzt stjórnleysi í landbúnaðar-
framleiðslunni, viljað með sérréttindum skapa þeirri framleiðslu
sérstöðu gegn afleiðingum þeirrar offramleiðslu, er stjórnlaus
auðvaldsrekstur veldur, — í stað þess að vinna að því með skipu-
legum aðgerðum að bægja frá öllu atvinnulífi íslendinga þeim
voða, sem offramleiðsla og kreppur auðvaldsskipulagsins eru öll-
um vinnandi stéttum.
Tilgangurinn með þessari afturhaldspólitík Framsóknarforust-
unnar er að reyna að fá bændur íslands til þess að slíta samstarfi
og samstöðu með verkalýðnum og ganga á móti honum, en með
auðfélögunum og óreiðunni í fjárfestingunni. Þessvegna gerir
Framsóknarforustan það að úrslitaskilyrði um áframhaldandi
stjórnarsamstarf 30. nóv. 1958 að verkamenn lækki kaup sitt
um 8%. Þannig átti að fylkja bændum með auðvaldi Reykjavík-
ur gegn verkalýðnum.
Hvernig stendur á því að forusta Framsóknar skuli reka svona
afturhaldspólitík?
Á því gemr aðeins verið ein skýring. Hinum raunverulegu
valdamönnum í Framsókn finnst sér nánara auðvald Reykjavíkur
og hagsmunir þess en sameiginlegir hagsmunir verkamanna og
bænda. Þessir valdamenn Framsóknar hugsa fyrst og fremst sem
valdaklíka, sem vill að vísu að bændur og starfsmenn hins opin-
bera fylgi sér, en þeir hugsa ekki sem forusta fyrir bændastétt, er
þarf að tryggja aðstöðu sína í þjóðfélaginu einmitt með samstarfi
við aðrar vinnandi stéttir. Valdhafarnir í Framsókn hugsa meir
sem hluti úr auðmanna- og embættismannastétt, er vill tryggja