Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 30
30
R E T T U R
sundraði því aftur 1938, eftir að hafa eyðilagt það innan frá áður.
Og nú sundrar Framsókn því enn 1958 með tillitsleysi, frekju og
því drambi, sem er falli næst.
Þetta þarf hið heiðarlega, dugandi alþýðufólk um allt land, sem
fylgir Framsókn og álítur hana einmitt vera flokk til baráttu gegn
auðvaldinu, að skilja.
Verkalýðshreyfingin verður ekki beygð til undirgefni og und-
anhalds. Ef menn vilja semja við hana, þá verða menn að semja
við hana sem jafningja.
Verkalýðshreyfing Islands er hreyfing meirihlutans af íslend-
ingum, — og það einmitt þeirra, sem reka alla togarana, manna
alla bátana ,knýja áfram vélar og verksmiðjur, vinna undirstöðu-
störf þjóðfélagsins.
Verkalýðshreyfing Islands er vitandi um mátt sinn og hún kann
einnig skil á hvenær aðstæður eru beztar að beita þeim mætti.
Það verður enginn friður saminn í íslenzku þjóðfélagi, nema
tekið sé réttlátt og sanngjarnt tillit til þessa sterka skapandi máttar.
Verkalýðshreyfingin sættir sig ekki við stöðnun í þjóðfélaginu,
því síður afmrför og hnignun. Hún krefst þess að sótt sé fram,
líka um bætt lífskjör án verðbólgu.
Verkalýðshreyfingin stefnir hátt. Hún sættir sig ekki við þá
lágkúru, sem Framsóknarforustan hefur einkennst af, því meir
því lengra sem leið.
Sósíalistísk verklýðshreyfing er rismikil og stolt og hún vill að
hver sú stjórn, er hún tekur þátt í, beri nokkurn svip þess stór-
hugar, er ætíð einkennir rísandi, vaxandi stétt. Verkalýðshreyf-
ingin getur að vísu unað um stund við að verjast því sem verra
er, — en til lengdar verður það aðeins gert með sókn. „Það er
svo bágt að standa í stað — og mönnunum munar annaðhvort
aftur á bak ellegar nokkuð á leið."
Fólkið út um hinar dreifðu byggðir sem fylgir Framsóknar-
flokknum, og alþýða verkalýðshreyfingarinnar, — karlar og
konur hinna sterku vinnuhanda og hins einbeitta hugar, — heyra
saman í fylkingu í þjóðlífinu.
En þá verður að venja valdamenn Framsóknar af því að nota
það vald, sem bændaalþýðan hefur gefið þeim, gegn alþýðunni